Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 10
almenningur líta á mál þetta sem flokkaátök, eins og það hefir
verið rekið að meginþræði. Hins vegar er slíkt ltin mesta villa.
]>að er þjóðinni mjög áríðandi, að samningi þessum sé þannig
fram fylgt, að sæmd hennar bíði engan hnekki af, en um það
virðist almenningur furðu Iiugsunarlaus. Hér eiga engin flokks-
sjónarmið að komast að, heldur á sœmdarkennd pjóðarinnar ein
að ráða, vökui, skarpsliyggn og framsýn. Við viljum samstarf,
engar yfirtroðslur, við viljum brceðrabýti, enga yfirdrottnan, við
viljurn heiðarlega samvinnu um alpjóðavelferð, en engin undir-
mál um sérréttinda
Þannig ber okkur að hugsa, hvar í flokki sem við annars
stöndum, og með þá von í hjarta, að svo verði það í allri framtíð,
heilsunt við vetri.
1. nóv. 1947.
Úr Snorra-Eddu.
I'róði konungur sótti heiinboð í Svíþjóð — til þess konungs, er Fjölnir er nefndur.
IJá keypti hann ambáttir tvær, er hétu Fenja og Menja. Þær voru niiklar og sterkar.
í þann tíma fannst í Danmörku kvernsteinar tveir svo miklir, að enginn var svo
Sterkur, að dregið gæti. En sú náttúra fylgdi kvörnunum, að það rnólst í kvörn-
inni, sem sá mælti fyrir, er ntól. Sú kvörn hét Grótti. — Fróði konungur lét leiða
ambáttirnar til kvarnarinnar og bað þær mala gull, og svo gerðu þa-r, mólu fyrst
gull og frið og sælu Fróða. l>á gaf hann þcim eigi lengri hvíld eða svefn en gauk-
urinn þagði eða ljóð mátli kveða. Það er sagt, að jra’r kvæði ljóð þau, er kallað
er Gróttasöngur. — Og áður létti kvæðinu, mólu þær her að Fróða, svo að í þeirri
nótt kom þar sá sækonungur, er Mýsingur hét, og drap Fróða, tók þar herfang
mikið.. I>á lagðist Fróðafriður. Mýsingur hafði með sér Grótta og svo Fenju og
Menju og bað þær mala salt. Og að miðri nótt spurðu þær, ef eigi leiddist Mýsingi
salt. Hann bað þær mala lengur. I>ær mólu litla hríð, áður niður sökk skipið.
88 STÍGANDI