Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 44
fyrst veitti hún því athygli, að Þórður liafði ekki svarað henni
einu orði, en gráu, skæru augun hans horfðu fast og alvarlega á
hana. Það kom liik á Maríu og hún leit spyrjandi á hann.
„Barn,“ byrjaði hann hægt, „vertu varkár að byggja almenna
dóma á persónulegri reynslu þinni. Hún er ávalt þröng og tilvilj-
unarkennd. Því lengur sem þú dvelur hér og því betur sem þú
kynnist fófkinu, því erfiðara mun þér finnast að fella alla í sarna
mótið. Ég hefi nú lifað hér í 60 ár, en ég rnyndi ekki þora það.“
María horlði undr'andi á tengdalbður sinn. Hún skildi ekki orð
lians að fullu þegar í stað, en hún fann, að hann hafði á réttu að
standa. En hvernig vissi liann þetta, þessi gamli bóndadurgur,
sem aldrei hafði komið út fyrir landsteinana?
Tólf ár liðu, án þess að María sæi ættland sitt aftur. Efnahagur
ungu hjónanna neyddi liana til að bíða svona lengi. Það var held-
ur ekkert smáræði að koma sér upp heimili og lækningastofu.
Og svo fæddust börnin. Fimm voru þau orðin. Eins og af sjálfu
sér, alveg á eigin spýtur komu þau og sögðu: Hérna erum við,
og við viljum líka lifa. Hvað var þá um að velja? Peningarnir
hurfu fyrir skyrtur og buxur, skó og sokka, kjóla og kápur. Manni
þótti vænt unr þetta smáfólk og lifði fyrir það.
Öllum fannst senr María lrefði nú fest rætur í lrinum nýju
lreimkynnum. í búðununr sagði enginn lengur „veskú“ við hana.
Hún var ekki öðruvísi í útliti en aðrar Reykjavíkurkonur, þegar
hún gekk unr götuna snenrma morguns nreð nrjólkurbrúsann í
annarri lrendi og fiskinn lrangandi á vírspotta í lrinni. En ef ein-
hver hefði getað skyggnzt inn í dýpstu hugskot lrennar, lrefði
lrann þó séð mismuninn. Hjarta þessarar konu brann af heinrþrá.
Loks bauðst tilefnið að lreinrsækja æskustöðvarnar, og María
var ákveðin að nota það. Helga systir hennar, senr var 10 árunr
yngri, ætlaði að gifta sig. Hún og faðir hennar báðu Maríu að
standa fyrir brúðkaupinu í stað móðurinnar, senr var dáin. Það
var ekki auðvelt fyrir Maríu að þurfa að fara frá heimili sínu
tveggja til þriggja mánaða tínra, að konra börnununr fyrir og fá
konu, senr annazt gæti unr heinrilið, en það tókst þó að lokum,
og lrún gat lagt af stað.
Því nreir senr skipið nálgaðist ákvörðunarstaðinn, því sterkari
varð geðshræring Maríu. Hjarta lrennar barðist ákaft, þegar lrún
sá aftur strendur ættlands síns, vaxnar skógi, prýddar litlunr, vina-
122 STÍGANDl