Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 112
FERÐ UM ORÆFI
Eftir KÁRA TRYGGVASON, Víðikeri
Um mánaðarmótin ág.—sept. sumarið 1935 komti ung, frönsk
hjón að Víðikeri og báðu um fylgd í Öskju og Herðubreiðarlindir.
Voru hjón þessi á skemmtiferðalagi og ekki mjög tímabundin.
Gerðu þau ráð fyrir a. m. k. 5 daga ferð um óbyggðir, og töldu
sig liafa nægar vistir til ferðarinnar lianda sér og tveim fylgdar-
mönnurn.
Réðumst við faðir minn til fylgdar með Frökkunum, en reyndar
töldum við þó óráðlegt að fara í öræfaferð svo seint á sumri.
Lagt var af stað árla dags með allmikinn farangur og átta hesta,
fjóra, sem við riðum á, tvo undir farangri og aðra tvo undir léttum
heyklyfjum. Hundurinn Díli var og með í förinni.
í Svartárkoti bættist svo með í hópinn Kjartan Ragnars frá Ak-
ureyri, röskleikapiltur. Hafði hann til reiðar tvo ágæta hesta.
Undanfarna daga hafði verið þurrviðrasamt mjög, en nú brá
til norðanáttar með þoku og dimmviðri. Þótti okkur því ekki
ráðlegt að halda lengra en í mynni Dyngjufjalladalsins fyrsta
kvöldið. Tjölduðum við þar, en þótti illt að afla vatns, þar eð
lækur sá, sem um dalinn rennur, hafði þornað um sumarið. Fund-
um við þó um síðir regnvatn á steinum. Var það hið bezta til
drykkjar, og hituðum við í því kaffi á suðutæki Frakkanna.
Hestunum gáfurn við meirihlutann af heyinu, en þrátt fyrir
það voru þeir órólegir, og vöktum við yfir þeim til skiptis um
nóttina.
Morguninn eftir létti þokunni nokkuð. Lögðum við því
snemma á fjöllin og stefndum til Öskju um Jónsskarð. Ekki höfð-
um við þó lengi farið, þegar skall á þoka svo niðdimm, að ekki sá
út úr augunum. Var þá hvergi hægt að átta sig á neinu, og lentum
við í hinn mesta vanda í ógöngum fjallanna. Ultu klyfjarnar af
hestunum hvað eftir annað á snarbröttum fjallsrimum, og urðum
við þeirri stund fegnust, er við komumst loks á sléttan melhjalla,
þar sem við gátum stanzað. Skildum við feðgar nú við samferða-
fólkið og leituðum að færri leið. Komum við áður en varði fram
á ægilega hamrabrún Dyngjufjalladalsins, all-langt suður með
190 STÍGANDI