Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 42
þér aldrei fundizt sem þú eigir hér heima. En það er þó það, sem
þú vilt, elskan mín.“ Hann horfði spyrjandi í andlit hennar, sem
enn þá var slétt og barnslegt, og las í því fasta ákvörðun og ör-
uggan vilja, sem ekki urðu misskilin. ,,Þú ferð bráðum að kunna
við þig, litla, duglega stúlkan mín,“ sagði hann ástúðlega.
Næturnar lengdust og lengdust, og vindurinn lamdi regninu á
rúðurnar. María og Haukur voru boðin í samkvæmi, stóra veizlu
í einum af skemmtistöðum bæjarins. María var í sjöunda hirnni:
Að fara í samkvæmiskjól, gera sig eins fína og mögulegt var, gat
nokkuð verið yndislegra fyrir tvítuga konu?
Forstofan var full af gestum, þegar þau komu. Kjólklæddir
karlmenn og konur í íburðarmiklum samkvæmiskjólum stóðu
hátíðleg á svip úti við veggina. Glaðværðin var enn ekki vöknuð.
Menn töluðu hljóðlega saman og biðu þess, sem verða vildi.
Fyrst var hlustað á laglegan hljómleik, síðan gengið til borðs.
Hér losnaði um málbeinið. Menn mösuðu og hlógu, og loks
var farið að syngja. María kunni mörg ljóð, og henni þótti gaman
að syngja, en þau Ijóð, sent hér voru sungin, kunni hún ekki.
Söngurinn tengdi gestina fastar, en Maríu fannst samt, sem hann
skildi hana frá öðrum, hún varð einmana og hrygg. Hér í þessari
veizlu, þar sem allir þekktust eða hittu minnsta kosti kunningja,
varð henni það ljósara en nokkru sinni áður, hvað hún sjálf var:
ókunn og framandi.
Einstöku sinnurn yrti einhver á hana: „Fellur yður vel- við
við ísland?“
„Alltaf sama spurningin,“ hugsaði María.
En um hvað hefði fólkið annars átt að spyrja liana, þessa ungu
konu, sem það vissi ekkert annað um en að hún var gift Hauki?
„Já, ljómandi vel,“ var hún vön að svara, því að orðaforði henn-
ar í íslenzkunni var með öllu ónógur til þess að láta í ljós þær
margvíslegu tilfinningar, sem hrærðust í brjósti hennar. Auk þess
l'annst henni, að það kæmi öðru fólki ekkert við.
En í þetta sinn þurfti María ekki oft að endurtaka svar sitt, því
að herrarnir byrjuðu að halda ræður. Undrun Maríu óx alltaf
meir og meir, þegar eftir fimmtu og sjöttu ræðuna kom sú sjö-
unda, sú áttunda, sú níunda, sú tíunda. Ætluðu þeir allir að halda
ræðu? Auðsýnilega ætluðu þeir það, því að naumast var einni
ræðunni lokið, þegar sá næsti stóð upp og lagði frarn sinn skerf.
Oft var hlegið, en María vissi ekki, hvort hún átti að hlæja líka,
120 STÍGANDI