Stígandi - 01.04.1947, Side 42

Stígandi - 01.04.1947, Side 42
þér aldrei fundizt sem þú eigir hér heima. En það er þó það, sem þú vilt, elskan mín.“ Hann horfði spyrjandi í andlit hennar, sem enn þá var slétt og barnslegt, og las í því fasta ákvörðun og ör- uggan vilja, sem ekki urðu misskilin. ,,Þú ferð bráðum að kunna við þig, litla, duglega stúlkan mín,“ sagði hann ástúðlega. Næturnar lengdust og lengdust, og vindurinn lamdi regninu á rúðurnar. María og Haukur voru boðin í samkvæmi, stóra veizlu í einum af skemmtistöðum bæjarins. María var í sjöunda hirnni: Að fara í samkvæmiskjól, gera sig eins fína og mögulegt var, gat nokkuð verið yndislegra fyrir tvítuga konu? Forstofan var full af gestum, þegar þau komu. Kjólklæddir karlmenn og konur í íburðarmiklum samkvæmiskjólum stóðu hátíðleg á svip úti við veggina. Glaðværðin var enn ekki vöknuð. Menn töluðu hljóðlega saman og biðu þess, sem verða vildi. Fyrst var hlustað á laglegan hljómleik, síðan gengið til borðs. Hér losnaði um málbeinið. Menn mösuðu og hlógu, og loks var farið að syngja. María kunni mörg ljóð, og henni þótti gaman að syngja, en þau Ijóð, sent hér voru sungin, kunni hún ekki. Söngurinn tengdi gestina fastar, en Maríu fannst samt, sem hann skildi hana frá öðrum, hún varð einmana og hrygg. Hér í þessari veizlu, þar sem allir þekktust eða hittu minnsta kosti kunningja, varð henni það ljósara en nokkru sinni áður, hvað hún sjálf var: ókunn og framandi. Einstöku sinnurn yrti einhver á hana: „Fellur yður vel- við við ísland?“ „Alltaf sama spurningin,“ hugsaði María. En um hvað hefði fólkið annars átt að spyrja liana, þessa ungu konu, sem það vissi ekkert annað um en að hún var gift Hauki? „Já, ljómandi vel,“ var hún vön að svara, því að orðaforði henn- ar í íslenzkunni var með öllu ónógur til þess að láta í ljós þær margvíslegu tilfinningar, sem hrærðust í brjósti hennar. Auk þess l'annst henni, að það kæmi öðru fólki ekkert við. En í þetta sinn þurfti María ekki oft að endurtaka svar sitt, því að herrarnir byrjuðu að halda ræður. Undrun Maríu óx alltaf meir og meir, þegar eftir fimmtu og sjöttu ræðuna kom sú sjö- unda, sú áttunda, sú níunda, sú tíunda. Ætluðu þeir allir að halda ræðu? Auðsýnilega ætluðu þeir það, því að naumast var einni ræðunni lokið, þegar sá næsti stóð upp og lagði frarn sinn skerf. Oft var hlegið, en María vissi ekki, hvort hún átti að hlæja líka, 120 STÍGANDI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.