Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 131
ósýnileg í myrkrinu að baki mér og rak eftir mér. Rödd liennar
lét í eyrum mér eins og grafarraust.
Mamma, komdu og vertu hjá mér, bað ég.
F.kki sýndir þú kettlingnum nokkra linkind, og hví ætti ég að
sýna þér hana? spurði hún hæðnislega úti í myrkrinu.
Ég þori ekki að snerta hann, kveinaði ég, og mér fannst kettl-
ingurinn stara ásökunaraugum á mig.
Skerðu liann niður! ski^raði móðir mín.
Ég leysti kettlinginn skjálfandi höndum úr snörunni og skrokk-
urinn skall niður á steinstéttina með holu hljóði, sem enduróm-
aði í sál minni dögum og nóttum saman lengi á eftir. Og ég hlýddi
rödd móður minnar, sem rak á eftir mér í sífeliu, gróf gryfju í
flýti og huslaði stirðnað kattarhræið. Meðan ég handfjatlaði kald-
an skrokkinn fumandi fingrum fóru hræðslu- og hryllingssteypur
um mig í sífellu. Þegar ég hafði lokið greftruninni, varp ég önd-
inni fegins hugar og ætlaði að hraða mér inn, en móðir mín þreif
í hönd mér ogr leiddi mig að gröfinni.
Lokaðu nú augunum og hafðu eftir mér það, sem ég segi.
Ég lokaði augunum og greip dauðahaldi um hönd henni.
Góði guð, faðir vor á himnum, fyrirgef mér, því að ég vissi ekki,
hvað ég gerði----
Góði guð, faðir vor á himnum, fyrirgef mér, því að ég vissi ekki,
hvað ég gerði.---
Og þyrm lífi mínu, þótt ég eigi þyrmdi lífi þessa kettlings--
Og þyrm lífi mínu, þótt ég eigi þyrmdi lífi þessa kettlings.-
Og þegar ég hefi sofnað, ltið ég þig að svipta mig eigi líf-
inu----
Ég opnaði munninn, en ég kom engu orði upp. Dauðans
angist hafði heltekið hug minn. Ég sá í anda, hvar ég lá í rúmi
mínu og barðist við að ná andanum og kafnaði í svefni. Ég sleit
mig af móður minni og æddi út í myrkrið grátandi og yfirkom-
inn af ótta.
Nei, æpti ég.
Móðir ntín kallaði mörgum sinnum á mig, en ég vildi ekki
fara til liennar.
Láttu þér þetta að kenningu verða, sagði hún að lokum.
Sundurtættur á sál gekk ég til hvílu þetta kvöld og óskaði þess
af alhug, að ég þyrfti aldrei frantar að líta kettling augum.
14
STÍGANDI 209