Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 128
an stórvaxna mann, íboginn yfir mat sínunr. Ég starði lotningar-
fullur á hann svelgja ölið í sig úr pjáturkrús, éta lengi og mikið,
stynja, ropa, loka augunum og kinka kolli. Hann var akfeitur og
ístran bungaði út fyrir ofan buxnastrenginn. Hann var mér alltaf
ókunnur, ljarlægurog framandi.
Morgun einn vorum \’ið bræðurnir að leika okkur bak við hús-
ið. Þá kom þar til okkar kettlingsangi, soltinn og grindhoraður,
og tók að emja og mjálma í sífellu. Við gáfum honum að éta og
lepja, en liann hélt áfram mjálmi sínn. Faðir minn kom á nærbux-
unum út í bakdyrnar ogð skipaði okkur að þegja. Við sögðum
lionum, að það væri kattarskrattinn, sem ylli öllnm hávaðanum.
Hann skipaði okkur að reka liann burtu. Og við reyndum það, en
kisi hrærði sig hvergi.
Hviss! hrópaði faðir minn.
Kattarlúran tók að ókvrrast, en neri sér þó upp við fætur okkar
og mjálmaði sáran.
Drepið þið kattarhelvítið! öskraði faðir minn, eða hafið hann á
einhvern liátt á burtu!
Hann gekk argur og tautandi inn. Ég var fokvondur undir niðri
yfir hrópunum í föður mínum, og mér gramdist sáran, að ég jrorði
aldrei að láta reiði mína í ljós. Hvernig gæti ég náð mér niðri á
honnm? Jú, nú vissi ég það. Hann liafði sagt okkur að drepa katt-
arkvölina, og nú skyldi ég iáta verða af því! Ég vissi vel, að hann
hafði alls ekki ætlazt til þess, en hatur fnitt á honum lét mig
gleyma því.
Hann sagði okkur að drepa kettlinginn, sagði ég við bróður
minn.
Hann sagði það ekki í alvöru, svaraði hann.
Jú, og nú drep ég kattarskrattann.
Það verða ljótu kveinin, sagði bróðir minn.
Hann kveinar ekki dauður, st araði ég.
Pabbi sagði þetta ekki í alvöru, andmælti bróðir minn.
Jú, áreiðanlega, sagði ég, og þú lieyrðir það sjálfur!
Bróðir minn hljóp skelfdnr burtu. Ég fann mér reipisspotta,
bjó til snörn og brá henni um háls kettlingsins. Síðan krækti ég
snöruendanum upp yfir uglu á húsveggnum og kippti kisa á loft.
Hann rak npp skerandi vein, engdist, snerist, reif með glenntum
klóm út í loftið í æðisfálmi, en loks kyn'aðist hann. Kjafturinn
gapti opinn og tnngan lafði tit úr honum. Ég festi snöruendann
206 STÍGANDI