Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 106
Veður var mjög fagiírt, en þó allstormlegt í suðurátt. Tók og
að hvessa, er á daginn leið. Kornið var aftur að Péturskirkju um
5 leytið og tekið til starfa við hesthúsbygginguna og unnið til
myrkurs. Voru þá gluggar og hurð sett í húsið og nokkuð af
þakinu kornið á.
Þá voru hestar byggingarnefndarmanna leiddir þar inn og
sungin þessi erindi eftir Pétur Jónsson:
Þeir báru okkur oft yfir bruna og hraun,
á bersvæði næturnar stóðu.
Þá fannst okkur sárt, að þeir fengu’ ei sín laun
þeir fótvissu hestar og góðu.
En loks er nú ráðin á bölinu bót
með byggingu, er hestunum tekur á mót.
Þeir báru’ okkur enn yfir bruna og hraun,
sem blárnar á vordaginn óðu.
Þeir vilja að mætist hér vinna og laun,
sem veggina úr forngi'ýti hlóðu.
En hinir, sem járnplötur hömruðu á þak,
þeir hafa nú fullkomnað vort Grettistak.
Tók þá Stefán á Öndólfsstöðunr orðið og flutti bæði langa og
góða ræðu. Var það vígsluræðan."
í septemberlokin var svo hesthúsinu fulllokið í öðrum Veggja-
göngum.
Péturskirkja rnetin.
Fasteignamatsnefnd Suður-Þingeyjarsýslu hefir gleymzt að meta
kirkju þessa við síðustu matsgerð. Finn ég skyldu mína að bæta
úr þeirri vangá, svo að kirkjan geymist á fasteignaskrá landsins.
Mat: Kirkjan er ómetanlega dýrmcet.
p. t. Péturskirkju 25. 8. ’31.
Sigurður Jónsson, yfirmatsnefndarmaður.
Messudagur at) Péturskirkju
Kirkjugestur segir frá: Mánudagrnn 10. 11. ’30 lögðum við átta
saman af stað austur fyrir Nýjahraun í svokallaðar hrútagöngur.
Eru þær aðallega gerðar til að ná í hrúta, ef þeir eru á því svæði,
og líta eftir jarðlagi. Mennirnir voru þessir: Sigurður Einarsson,
184 STÍGANDI