Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 103
FeLuióku kja.
(Kiikjan fjær, hesthúsið nær.)
þess timbur og járn í þak. Var efni þetta ílutt austur um leið og
ær voru reknar þangtjð um miðjan október. Unnu rekstrarmenn-
irnir, 5 að tölu, að byggingu iiússins í 2 daga. Voru það þeir Þórir
Steinþórsson, nú skólastjóri í Reykholti, Benedikt Sigurjónsson,
alkunnur undir nafninu Fjalla-Bensi, Jón Pétur Þorsteinsson,
Reykjahlíð, Sigurður Stefánsson, Haganesi, og Kristján Jónsson,
Geirastöðum. Gistu þeir í „kirkjunni” eina nótt að lokinni bygg-
ingunni.
Um 20. nóv. sama ár var farið í venjulegar hrútagöngur þar
austur. Var þá í fyrsta sinn komið í „kirkjuna" til gistingar. All-
frosthart var í veðri og stormasamt, og var þakjárnið hélað innan,
en næðingur mikill um veggina, sem voru óþéttir og hrufóttir
mjög. Var járnið einfalt á langböndum. Hafði átt að þekja yfir,
en farizt fyrir vegna þess, að jörð var frosin, er byggt var.
Síðan var hafzt þarna við á hverju vori, þegar fjár var gætt, og
haldið þar til við smalanir snemma vetrar. En jafnan þótti þar
kalt og óvistlegt, en staðurinn hentugur, ekki sízt sökum þess, að
þar hafði fundizt vatnsból, sem enginn vissi þó um, þegar stað-
urinn var valinn.
STÍGANDI 181