Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 20
liérna í brekkunni fyrir ofan átti rjúpa ln eiður- í vor. Hérna niðri
í nesinu lá önd á eggjum. Ég strauk þær báðar á hreiðrunum,
þegar ég gekk við lambærnar. Mér fannst ég þekkja á þeinr bökin
í tjaldinu þínu í gærkvöldi.
— Getur verið, að þú takir þér svona nærri með þessa
fugla-------?
Hún leit á liann, svo að liann hætti við það, sem liann ætlaði að
bæta við.
Hvað var komið í augun á þessari stúlku?
I þeim hafði hann séð ertni og glettur, blíðu og trúnað. Fyrst
þetta, svo hitt. í gær og fyrradag horfðu þau á liann full af trausti.
Nú brunnu þau, loguðu, svo að hann leit undan þeim og horfði
ofan í slegna þúfuna, sem þau stóðu á.
— Manstu, mælti hún kalt, manstu eftir laxinum, sem þú varst
að segja mér frá fyrsta kvöldið, sem við hittumst lieima? Þú út-
málaðir það dálítið liróðugur, itvernig þá þreyttir hann og das-
aðir og þvældir honum upp að bakkanum. Gæti ekki verið, að
liann hafi loksins skilið, livað þú meintir, þegar liann sá framan
í þig? ^
— Asta, stundi pilturinn biðjandi. Þú getur orðið voðaleg.
Gerðu það fyrir mig. Korndu hérna ofan fyrir með mér, svo að
við getum talað saman svolítið rólega.
— Það er ekkert betra að tala þar en hér. Þú skilur mig von-
andi. Þú ert búinn að sýna ntér þínar hliðar. Og ég hefi sýnt þér
mínar — kannske betur en ég mátti.
Hún þagnaði skyndilega eins og nú gæti hún ekki meira, mund-
aði hrífuna sína og tók að raka á nýjan leik.
Veiðipilturinn dvaldi enn um stund í slægjunni og reyndi að
koma samtali af stað öðru sinni. Hún anzaði engu orði.
Um kvöldið hvarf tjaldið af árbakkanum.
Og í annálum stangveiðimanna er talið, að aflazt hafi með
allra lakasta móti þetta sumar — einkanlega í Stóránni.
98 STÍGANDI