Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 58
Þetta gefur óvænta skýringu á því, live margir hafa dáið úr
þessum sjúkdómi að undanförnu, — sjúkdómi, sem stöðvar starf-
semi hjartans allt í einu, vegna þess að það myndast tappi í einni
hjartaæðinni. Þetta er höfuðorsök dauðsfalla meðal ntiðaldra fólks
og drepur fleiri en krabbi, berklaveiki og sykursýki til samans.
Hver er orsökin? munu margir spyrja. Ein algengasta skoðunin
er sú, að nú á dögum slíti menn líkarna sínum fyrr en áður var,
og þess vegna sé hjartaslag nú svo algengur sjúkdómur. þótt það
kæmi sjaldan fyrir meðal forfeðra okkar. En það finnst enginn
vísindalegur grundvöllur fyrir þessari undarlegu kenningu. Und-
arlega kalla ég hana, af því að hjartaslag kemur ekki aðeins fyrir
meðal þeirra, sem hafa útslitinn líkama. Það getur drepið eða
lamað mann, sem er allnaustur að sjá, eins snögglega og hann
hefði verið skotinn með skammljyssu. Og fólk milli fertugs og
fimmtugs, sem er eftirlætisbráð sjúkdóntsins, ætti einmitt að vera
á bezta aldri.
En rannsóknir dr. McCormacks leiða athygli okkar að því, hve
vindlingareykingar hafa aukizt. Árið 1935 voru 135 miljarðar
vindlinga reyktir í Bandaríkjunum. Níu árum seinna, árið 1944,
var talan komin upp í 333 miljarða. Álíka stórkostleg aukning
hafði átt sér stað í Kanada, og í báðum löndunum liefir tala dauðs-
falla af völdum hjartaslags aukizt tilsvarandi.
Fyrir 25 árum dó þar að auki aðeins ein kona á móti hverjum
fimm karlmönnum úr þessum sjúkdómi. Á síðustu árum er konan
farin að kejjpa við manninn á sviði vindlingareykinga. Samkvæmt
rannsóknum dr. McCormicks deyja nú helmingi fleiri konur úr
hjartaslagi en fyrr. Hlutfallið er nú ein kona móti hverjum tveim
körlum.
Skortur á B1 vitamíni hefir svipaðar afleiðingar. Það er stað-
reynd, að þeir, sem þjást af skorti á þessu bætiefni, finna til afl-
leysis í öllum vöðvum, þar á rneðal hjartanu. Skortur á B 1 vita-
míni veldur þar að auki ntáttleysi, mæði, deyfð og annarri van-
Hðan, sem bendir til, að vöðvana vanti súrefni. Svo vill til, að
þessi einkenni finnast einmitt Iijá reykingamönnum og eru byrj-
unareinkenni hjartaslags.
Árangurinn af rannsóknum dr. McCormicks leiðir í ljós, að nær
allir karlmenn, sem urðu þessum sjúkdómi að bráð á þriggja ára
tímabili, voru ofnautnarmenn á tóbak. En jafnframt var raunin
sú, eftir því sem ekkjur þessara manna sögðu, að þeir höfðu borð-
136 STÍGANDI