Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 79
bjóða mér bita með sér. Maturinn bragðaðist ágætlega, og ég
varð hissa, þegar þau sögðu, að hann væri framreiddur úr land-
kröbbum, kvikindunum, sem iiöfðu hjálpað til að eyðileggja
uppskeru mína, og mapé-hnetum, sem gnægð var af, þar sem ég
bjó. Mér hafði ekki dottið í hug, að þær væru ætar. Öldungurinn
sýndi mér, hvernig auðveldast væri að veiða krabbana.
Ég kom til Papeete þegar dagaði, einmitt um sama leyti og
skipið sigldi inn á höfnina. Hið dýrmæta handrit mitt setti ég í
póst á pósthúsinu og gaf því í fararnesti margar fyrirbænir. Síðan
neytti ég fátæklegs morgunverðar. Að honum loknum reikaði
ég um hafnarbakkann og virti fyrir mér hið margbreytilega hafn-
arlíf. Meðan ég stóð við á bryggjunni, kom lítill, gildvaxinn og
sköllóttur Rínverji til mín.
„Þú þekkir Hop Sing?“
„Já,“ svaraði ég. „Hop Sing er nágranni minn.“
„Ég mágur Hop Sing. Hann skrifar mér bréf. Hann segir þú
gefa honum fræ. Ég Lee Fat. Ég hafa búð hér." Og hann benti
upp eftir götunni. „Hvenær þú fara heim?“
„Fyrir hádegið með áætlunarbílnum."
„Góða ferð,“ sagði hann og flýtti sér burtu.
Meðan ég beið eftir áætlunarbílnum, settist ég á „Flækinga-
bekkinn“, sem var ætíð þéttsetinn svörtum sauðum frá öllum
stöðum Iieims, þegar skips var von. Allir biðu þeir peningabréfa,
sem þó nær aldrei komu. Eftir þrjá mánuði, hugsaði ég, verð það
ég, sem sit liér og reyni að halda lífinu í deyjandi von um pen-
ingabréf. Jæja, ég átti þó enn fimm krónur eftir, þegar ég hefði
greitt fargjaldið með áætlunarbílnum, og landkrabbarnir mínir
og mapé-hneturnar mundu bjarga mér frá hungurdauða. Og á
meðan skyldi ég halda áfram skriftunum.
Þegar ég steig af bílnum heima við kofann minn, rétti bílstjór-
inn mér kassa. „Þetta hlýtur að vera misgáningur," sagði ég, „ég
á hann ekki.“ — Jú, Kínverji nokkur hafði beðið fyrir hann og
greitt undir hann heim til mín, sagði bílstjórinn. Þegar ég lyfti
kassalokinu, sá ég bréfspjald, sem á var ritað: „Hr. Hall — til yðar
— Lee Fat.“ í kassanum voru tvö pund súkkulaði, nokkrar lichi-
hnetur, kampavínsflaska, tveir vasaklútar og ein silkináttföt.
Ég sökkti kampavínsflöskunni í brunninn minn, svo að hún
héldist köld, og síðan gekk ég út til að líta eftir hænunni minni.
Hún hafði slitið sig lausa, og eftir mikla leit fann ég hana undir
bakdyratröppunum, þar sem hún hafði verpt eggi og lagzt á það.
STÍGANDI 1 57