Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 15
ur í senn af innisetu eða vanheilsu, hvort tveggja eins og skapað til
að vinna samúð og góðan þokka.
— Fyrirgefðu, að ég er að ónáða ykkur svona seint. Mig langar
bara svo mikið í rnjólk, sagði hann afsakandi.
Stúlkan tók við ílátinu. — Það er ekkert. Það er svo sem ekki
kominn háttatími hérna á Þvergili enn þá. Viltu ekki sitja hérna
í stofunni á meðan. Gerðu svo vel.
Þetta var gamalt hús, ómálað og skekkt, en það var hreinlegt og
gólfið hvítþvegið.
Svo sótti hún mjólkina inn. Hún var nýgreidd, hafði farið úr
gallanum og klæðzt léreftskjól úr ódýru efni, framkoman hiklaus
og óþvinguð.
— Hvernig gekk það með laxana í dag? sagði hún, og rétti hon-
um mjólkurílátið.
— Ég fékk einn.
— Bara einn, lítið er það, sagði hún og leit á hann dálítið ertin.
— Já, reyndar komst ég aldrei með hann lengra en að bakkan-
um. Þar kvaddi hann mig og þakkaði fyrir viðkynninguna.
— Nú? spurði stúlkan.
— Já, sleit sig af önglinum og synti aftur út í hylinn. Síðan
varð ég ekki var þann daginn.
— Það var gott, sagði hún og leit brosandi á veiðipiltinn.
— Nei. Og af hverju var það gott fyrir þig? Mér þótti það ekki
gott fyrir mig. Sannast að segja mjög illt.
— Það er alltaf gott, þegar þeir vinna, sem betri hafa málstað-
inn.
— Nú veit ég, hvað þú heitir, sagði hann til að rétta sig svolítið,
þó að þú vildir ekki segja mér það í morgun.
— Jæja, og hver hefir sagt þér það?
— Steinarnir, stráin, þúfurnar, fjöllin og árvatnið og himinninn.
Allt talar og bendir manni hér í sveitinni.
Hann stóð upp og rétti henni hendina og sagði:
— Vertu sæl þangað til annað kvöld oe þakka þér fyrir mjólk-
ina og fyrir það, hvernig þú ert. — Þú heitir Ásta.
Hann kom f hálfan mánuð. Á hverju kvöldi í hálfan mánuð
konr hann að vitja um mjólkina handa þeim félögum.
í flest skipti færði hann yngri börnunum eitthvað gott, þegar
hann kom. Hann var lítillætið sjálft og alúðin og háttprýðin í fasi.
Sat meira að segja inni í eldhúsi hjá konunni og drakk kaffi, þeg-
ar vikan var liðin. Þetta var gamalt stóarhús, stóllaust með einni
STÍGANDI 93