Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 69
samkvæmt dómum misjafnra sýslumanna, og alþingi staðfesti
dóma og framkvæmdir eftir á — og hrósaði böðlunum fyrir dugn-
aðinn. — Fólkið var bundið nakið ofan á viðarkestina, og heyrð-
ust kvalahljóð þess oft langar leiðir, segir í annálum. — Gamla
reglan um fatahlutkestið var lítt í Iieiðri liöfð á þessari öld bók-
stafsins, því að annálar greina frá, að höfðingjarnir slógust um
föt Ara Pálssonar, hins vestfirzka hreppstjóra, sem engdist í kvöl-
um sínum á bálkestinum; hann hafði verið skartbúinn mjög.
bessi sjónleikur fór frarn á sjálfu Alþingi. — Þessir sorglegu, óaf-
máanlegu blettir í sögu Þingvalla og aðrir álíka, um kvalir og
miskunnarleysi,sem urðu mér svo mjög fyrir hugskotssjónum, þeg-
ar ég var staddur þarna, hafa sjálfsagt hindrað, að ég nyti hinnar
rómuðu fegurðar þessa staðar, er svo mjög hefir komið við sögu
alþjóðar, bæði fyrr og síðar. Annars mun fegurð staðarins mest
fólgin í sterkum, hrífandi línum fjallanna, sem halda vörð um
staðinn, vatninu, með hólmuin þess og vogum, og ægimætti
hraunsins, því að gróður er fábrotinn, mest grámosi (gambur-
mosi) og litbrigðin þar af leiðandi ekki fjölbreytt. — Slær ekki
ófögrum gljáa á mosann, þegar sól skín í heiði. Er það alkunnugt
frá hraunum landsins og tekur sig vel út á Ijósmyndum.
Eitt sá ég þarna — eins konar minnismerki þeirra, er heimsækja
staðinn, —- Jtað er hin fræga Peningagjá, skammt fyrir sunnan
Brennugjána. Er hún full af vatni, svo köldu, að mann tekur til
mergs, reyni maður að halda hönd niðri í því, og svo tæru, að
næstum má lesa á hvern pening á margra faðma dýpi, þegar vel
er kyrrt. Sagði förunautur okkar frá Kárastöðum, að gaman væri
að sjá, hvernig peningar færu niður, svo að við Magnús fórnuðum
sínum smápeningnum hver. Fóru þeir niður „sik-sak“, og lögðust
til hvíldar á tárhreinum hraunbotni gjárinnar. — Þegar yfirborð
vatnsins gárast, er einkennilega fallegt að sjá peningamergðina
„skella á skeið“ í botninum.
Skannnt fyrir sunnan Vellina er Kaldá, komin eitthvað austan
að. Er vatnið ískalt, eins og nafnið bendir til. Fellur hún í austur-
enda Úlfljótsvatns, sem Sogið rennur í gegnum. Við ósa hennar,
milli tveggja kvísla, er Kaldárhöfði. Þar fundust merkar forn-
minjar sl. vor, eins og kunnugt er af blöðum og útvarpi. Var mér
bent á blettinn, Jrar sem báturinn lá, en allt hafði verið tilhulið
og sáust lítil verksummtrki.
10»
STÍGANDI 147