Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 143
að lýsa og skilgreina, eða hugðarefni
ýinis, er hann krefur til mergjar.
Hér gctur að lesa greinar um skáklin
Hannes, Matthías, Einar Ben. og Jó-
hann Sigurjónsson, um hinn snjallgáf-
aða hagyrðing Andrés Björnsson, sjó-
manninn, formanninn, skipstjórann,
framkvæmdarstjórann og alþingismann-
inn Jón Ólafsson. greinar um mál-
skemmdir og málvörn, um ættarnöfn,
og ritdóma um bækur, svo að sumt sé
nefnt. Mcðan bókin er lesin, rúmast fátt
annað í hug lesandans en ánægjan af
að njóta hins snjalla pennataks höf. og
athugana hans og ályktana. En að lokn
um lestri vaknar margt fleira í hug-
skotinu, m. a. það, hvað sé orðið um
líka ritmennt og kemur fram í greinum
þessum. Ritgerðin er það form hugsana,
sem ekki er allra meðfæri fremur en
kVæðið og smásagan. Og svo virðist mi
í seinni tíð, sem við séum harla fátæk
að góðum ritgerðarhöfundum. Kannske
er það vegjta þess, að flest er nú gert
meir fyrir fé en einskæran áhuga, eða
erum við að missa tökin á ritgerðai-
forminu? Hvað sem vera kann um það,
gæti gott höfundarefni ýmislcgt lært af
Arna. Og þökk sé honum og útgefanda
fyrir bókina.
Dr. Matthfas Jónasson: Athöfn og
uppeldi. Hlaðbúð. 1947.
HUGUR OG HEIMUR kallast flokk-
ur fræðirita, sem Hlaðbúð hefir í
hyggju að halda uppi útgáfu á, og er
„Athöfn og uppeldi" eftir dr. Matthías
Jónasson önnur bókin í þeim flokki, en
hin fyrsta var „Mannþekking" eftir d''.
Símon Jóh. Ágústsson.
Dr. Matthías Jónasson er lesendum
Stfganda að góðu kunnur fyrir hinar
prýðilegu greinar, sem hann hefir skrií-
að fyrir ritið og mikla athygli vöktu,
en miklu fleirum er hann þó kunnar
af fyrirlestrum þeim um uppeldismál,
sem hann flutti í hitteðfyrra í Útvarpið.
A'öktu þeir vcrðskuldaða athygli fjöl-
margra útvarpshlustenda, en bókin At-
liöfn og uppeldi er að uppistöðu sania
cfnis.
Höfundur segir í formálsorðum bók-
arinnar, að rita megi á tvennan hátt
um uppeldi: lýsa uppeldinu eins og
það er cg að segja, hvernig ala skuli
upp. Hið síðara sé vanda- og áhættu-
meira, en þó sé ]>að hagnýtara, ef vel
takist, enda séu þau rit miklu fleiri, sem
leiðheina um uppeldi, en hin, sem lýsi
því.
Athöfn og uppéldi er ritað með það
fyrir augum að veita hagnýta fræðslu
um uppeldi, fyrst og fremst foreldruin,
enda mun bók þessi mörgum foreldrum
kærkomið lesefni, þólt mjög sé það allt-
af undir liælinn lagt, live færir einstakl-
ingar eru að liagnýta sér holl ráð þeirra,
sem betur vita.
í Athöfn cg uppcldi kennir margra
grasa. Er bókinni skipt í 15 kafla auk
formála og heimildaskrár og alriðisorða.
Vrði hér of langt mál að rekja svo
nokkru næmi efni hinna ýmsu kafla, og
skal það ekki reynt. Hitt er rétt og skylt
að vckja athygli foreldra og kennara á
þessari prýðilegu bók, þar sem fjallað
er á alþýðlegan hátt um einhver hin
háleitustu vísindi okkar mannanna:
hvernig gera megi barnið að sönnura
manni, góðttm þjóðfélagsþegni og þó
heilsteyptum einstaklingi.
BÆKUR FRÁ NORÐRA
Bókaútgáfan Norðri liefir enn færzt
í aukana í ár og hefir sent margt bóka
frá sér í sumar. Hafa það verið allt í
senn frumsamdar bækur, þýddar skáld-
sögur og barnabækur einnig þýddar.
X'cigamestu bækur frá Norðra hendi
hafa verið frumsamdar bækur um þjóð-
leg efni, og mun það verða svo enn í ár.
Enn virðist forlaginu ekki sýnt um að
velja vertilega góðar skáldsögur til þýð-
ingar, en heldur sig furðufasL við flokk-
inn: mjög sæmilegar. íslenzkt skáldverk,
sem verulegur bókmenntaviðburður get-
STÍGANDI 221