Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 126
valdi sínu, er ég misþyrmdi rauðbláum krabbaanga, sem engdist
í ótta og kvöl í ryðgaðri dós.
Ég minnist hins ljúfsára unaðar, sem það vakti mér að horfa á
gullroðin skýin, er sólin fólst að baki þeirra, og hinnar óljósu
kenndar urn paradísarmissi, sem blóðrautt endurskin kveldsólar-
innar úr gluggurúðunum kallaði fram í sál minni.
Ég minnist hinnar ljúfu höfgi, sem hljóðskraf laufsins felldi á
lmg mér, þegar fyrstu dropar regnskúrinnar féllu á það.
Ég minnist hinna kynlegu áhrifa, er ég skynjaði návist dauðans
í fyrsta sinn, þegar ég sá höfuðlausan kjúkling, sem faðir minn
hafði höggvið, hlaupa um.
Ég minnist þess, hvað mér fannst guð hafa gert hundum og
köttum mikla brellu, er hann skóp þá þannig, að þeir yrðu að lepja
mjólk og vatn með tungunni.
Ég minnist þorstans, sem greip mig, er ég sá tæran, sætan vökva
sykurreyrsins drjúpa úr brotnum reyrlegg.
Mér er fyrir barnsminni ofsaskelfing sú, er herpti saman á mér
hálsinn og flæddi um mig allan á öldum blóðs míns, jregar ég í
fyrsta sinn sá slöngu eina liggja samanhringaða og sofandi rétt
fyrir fótum mér.
Ég minnist hinnar orðvana furðu, er ég sá grís stunginn í hjart-
að, kastað niður í suðuker, skafinn hárlausan, gerðan til, og orð-
inn í einni andrá að lífvana skrokk, liangandi á járnkróki.
Ég .minnist ástar þeirrar, sent ég ól í brjósti til hinna háu skóf-
umvöxnu eika í jrögulli drottningartign þeirra.
Ég minnist hinnar óljósu sultarkenndar, er ég fann til, þegar ég
dró að mér angan nýslegins grass.
Og ég minnist hins Jiögla ótta, sem gagntók mig á hljóðum,
myrkum vetrarnóttum, Jregar dumb hljóð regndropanna buldu á
þakinu.-------
Dag nokkurn sagði móðir mín við mig, að við ættum að flytja
alfarin til Memphis með fljótaskipi, sem héti Kate Adams, og í
tilhlökkun minni lannst mér dagarnir, þangað til leggja átti af
stað, aldrei ætla að líða. Á hverju kveldi vonaði ég, að næsta dag
yrði lagt af stað.
Hvað er skipið stórt? spurði ég móður mína.
Það er eins og fjall, svaraði hún.
Er eimpípa á því?
Já, auðvitað.
Blæs skipið?
204 STÍGANDI