Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 73
komizt verður á beina braut. Þykir bílstjórum þetta einhver
versta brúarbeygja á Islandi, en flestar munu byggðar með þessum
einkennum.
Við förum fram hjá Þjórsártúni, sem Ólafur læknir gerði frægt
á sinni tíð. Þar er fagur trjálundur við hús og stórt tún, en illa
sýndist mér sprottið. Leið okkar liggur nú um óþrotlegt graslendi,
austur Holtin. Bændabýli eru á strjálingi meðfram brautinni, og
Magnús er óþreytandi að segja mér, hvað þau heita og það, sem
fyrir augu ber.
Brátt er komið að Rauðalæk, sem er lítið sveitaþorp. Þar er
kaupfélag og kaupmannsbúð m. m. Um 6 km austar, við Rangá
ytri, er annað kaupfélag, ,,Hella“, og mun pólitík ráða, að þau eru
tvö svo að segja á sömu þúfunni, og hljóta að éta hvort úr annárs
aski.
Skannnt neðan við Rangárbrúna er blómleg bújörð, Ægisíða,
gamall samkomustaður héraðsins. — Fleiri góðjarðir eru þarna í
Holtunum.
Á stöðvum sögu — og sanda
Þegar kemur austur fyrir Rangárbrú, byrja sandfokssvæði
nrikil milli Rangánna; má heita, að hinir eiginlegu Rangárvellir
séu komnir undir sand. Vestan til var fremur lítill gróður á sand-
inum. Sást af hólunr og fokbörðunr, að hann er þar á stöðugri
lrreyfingu. Austan til var strjálingsgróður, sem bindur sandinn.
Við fórunr út úr bílnum við lrlið, og notaði ég tækifærið til að
grennslast eftir, lrvaða jurtir nrundu vaxa þarna. Og svo vítt, senr
ég sá og fór unr, var aðeins að ræða unr tvær tegundir, geldinga-
lmapp og sandvingul — nokkuð jafnt af báðunr.
Neðan við þessa sanda, niður í tungunni milli Rangánna, er
gamla menningarsetrið og sögustaðurinn Oddi, sem Oddaverjar
gerðu frægan til forna. Matthías Joclrunrsson, þjóðskáldið, var þar
prestur og bjó í Odda skönrnru fyrir síðustu aldamót. Þá voru
lrarðindi í landi, — og þótti skáldinu sandurinn nærgöngull. Gerði
hann unr það kviðling einn, senr frægur er orðinn.
Neðan við Odda og Þverá eru hinar eiginlegu Landeyjar. Þar
er Bergþórshvoll og nrargir aðrir sögustaðir kunnir af Njálu. Sást
óglöggt þangað vegna móðu. Þegar við komum austur á sandana,
fór að blasa við margt fallegt. Vestnrannaeyjar lrillti svo upp, að
svo virtist senr úr þeinr og alla vega litunr skýjum hefði verið
STÍGANDI 151