Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 37
um var hún kærkomin. Hún sá um, að skógargatan væri lianda
þeim einum. C)g þeim var nógu heitt. Hvenær hafði kuldinn náð
tökum á nýtrúlofuðu pari úti í vorgrænum skógi?
Yfir þeim hvelfdist regnmóðan eins og lrjálmur. Skarkali stór-
horgarinnar drukknaði í úðanum, og frjóilmur vaknandi gróð-
urs fyllti loftið. Ungu hjónaefnunum veittist auðvelt að ímynda
sér, að þau væru langt í burtu frá borginni. Þau gengu hlið við
hlið og leiddust. Það var svo indælt að ganga. saman, og nú
mundu þau alltaf leiðast, ævina á enda.
Þau töluðu um framtíðina.
,,Þú mátt ekki halda, að ísland sé svo voðalegt, elskan mín,“
sagði Haukur, ,,þar eru falleg græn tún og birkirunnar, og í
Reykjavík geta trén orðið há, ef þau standa í skjóli af húsunum.
Þar er líka lítill lystigarður með tjörnum, grænu grasi og blóma-
beðurn. Og svo hafið. Það bætir þér allt upp, sem þér finnst
vanta.“
„Áreiðanlega," svaraði María lirifin, „við leigjum okkur íbúð
með sólbyrgi, sem við getum setið í á hverju kvöldi og liorft á
sólarlagið. Til íbúðarinnar geri ég ekki miklar kröfur, Haukur,
3-4 herbergi með baði og eldhúsi er alveg nóg til að byrja með.“
„Já, elskan mín, við verðum víst að byrja smátt, en þú hjálpar
mér.“
María hafði aðra skoðun á íslandi en frænkur hennar. í hennar
augum var ísland paradís, ekkert gat verið þar nema fagurt og
gott. Og fyrst þar myndi líf liennar byrja. Allt hitt var undir-
búningur, bernskan, skólatíminn, vinnan á skrifstofunni. Hún
hlakkaði til að fara með Hauki til heimkynna hans. Að eiga heima
á eyju, anda að sér fersku sjávarloftinu, reika um villta strönd
úthafsins, var það ekki eins og töfrafullur draumur? Einstöku
sinnum fann hún til óljóss kvíða, að hún myndi þrá æskuheim-
kynni sín, en hún skeytti honum engu. Hún elskaði Hauk inni-
lega, og allt, sem snerti hann, varð ástar iiennar aðnjótandi, skyld-
menni hans, föðurland hans. Hjá því livarf það, sem hún sjálf
átti: Foreldrar hennar, systirin, heimilið. sem hún hafði alizt
upp á.
Haukur leiddi unnustu sína undir eik, sem draup af, og
kyssti enn einu sinni regnvott ljómandi andlit hennar, áður en
þau yfirgáfu skóginn og héldu út á vatnsglampandi nralbikið
milli húsaraðanna. „Við byrjum strax að læra íslenzku. Ég á svo-
litla lestrarbók,“ sagði hann, meðan þau biðu eftir strætisvagn-
ö'
STÍGANDI 115