Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 109
I des. ’28 liétu þeir, sem þá voru aÖ smala ám austan Nýja-
lirauns, að þilja Péturskirkju innan, eC þeir kollheimtu. 486 ær
fundust af 489 og töldu fjárleitarmenn þetta svo góðar heimtur,
að þeir ákváðu að fullnægja áheitinu, sem þeir og gerðu vorið
1929.
Pétur Jónsson, Reykjahlíð, hét því að gefa kirkjunni alúmín-
íumpott, ef hann heimti 144 kindur, sem honum tilheyrðu, og
hann liafði rekið austur fyrir Nýjahraun. Kindurnar komu að
einni, og ákvað hann að fullnægja áheitinu og gerði það.
Benedikt Sigurjónsson hét að gefa ketöxi, ef liann heimti fé
sitt. Það varð og áheitinu fullnægt.
Tómas í Neslöndum hét að gela lampa, ef hann heimti sitt fé.
Það rættist, og áheitinu fullnægt.
í júlí 1929 hét Páll á Grænavatni því að gefa kirkjunni hamar
og naglbít, ef skeifa, sem negld var þar undir liest lians með
tveggja þuml. nöglum, tyldi heim. Það varð og áheitinu fullnægt.
— Sami maður hét að gefa loftvog, ef hann fengi folald undan
Gránu sinni á næsta vori. Það brást.
Benedikt Sigurjónsson liét að gela kirkjunni 5 kr., fengi hann
löínb þau, er liann rak, og sömuleiðis reku, ef hann heimti allar
ærnar. Ærnar heimti hann og lét rekuna.
Ég, sem rita þessar línur, hvíldarþurfi í kofa þessum, lieiti því
að gefa til lians bókina „Verkin tala“, því að hér tala þau vissulega.
A leið frá Vopnafirði til Húsavíkur, 31. ág. ’32.
Helgi Kristjánsson.
Margan gest að garði ber.
Árið 1930, 9. júní, lögðum við undirritaðir af stað frá Skútu-
stöðum kl. 11 árdegis og komuin hingað kl. 8 að kvöldi. Er ferð-
inni heitið í Grafarlönd til þess að atliuga þai varp og fuglalíf.
Tveir af okkur höfðu komið hér áður og könnuðust því við stað-
STÍGANDI 187