Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 63
um hræddur og' langaði til að vera nízkur, en þá kom litla stúlk-
an dansandi til hans og sagði:
„Maðurinn minn, þú, sem ert svo ríkur, kauptu eitthvað handa
mér, sem er ógurlega dýrt! “
Og hann keypti þá jafnan handa henni eitthvað, sem var ógur-
lega dýrt.
Þannig liðu tvö ár, en morgun einn dó litla stúlkan, án þess að
nokkur vissi orsökina, dó eins og smáfugl. Auðæfin voru á þrot-
um, en ekkillinn eyddi því, sem eftir var, til að gera útför elsku
konunnar sinnar veglega. Hringjandi bjöllur, þungir vagnar
klæddir svörtu klæði, fjaðraskreyttir hestar, silfurtár á flauelinu,
ekkert fannst honum of d}Tt. Hverju skipti gullið hann nú? Hann
gaf kirkjunni af því, líkburðarmönnunum, blómasölunum, hann
gaf alls staðar, umyrðalaust. Er hann yfirgaf giafreitinn, var varla
nokkuð eftir af dásamlega heilanum lians, að eins örfá korn innan
í höfuðkúpunni.
Þá sáu menn hann ráfa um göturnar með bjánalegan svip,
útréttar liendur, óstyrkan eins og drukkinn mann. Um kvöldið,
þegar kveikt var í búðargluggunum, stanzaði liann fyrir framan
stóran sýningarglugga, Jrar sem ljósið skein á alls konar glingur
og skartgripi. Hann stóð lengi í sömu sporum og horfði á bláa
satínskó, brydda svanafjöðrum. „Ég Jrekki eina, sem myndi hafa
gaman af að eiga Jressa skó,“ sagði hann við sjálfan sig og brosti.
Hann hafði þegar gleymt því, að konan lians var dáin, og gekk
inn til að kaupa þá.
Ur herberginu inn af búðinni heyrði búðarstúlkan sárt óp.
Hún flýtti sér fram, en lirökk við skelfd, er hún sá mann halla
sér fram á borðið og horfa bjánalega með sársaukasvip á hana.
Hann hélt í annarri liendi á bláu satínskónum með svanafjaðra-
bryddingunum, en rétti liina fram, alblóðuga, með gullkornum
undir nöglunum.
Þetta er, frú mín góð, sagan af manninum með gulllieilann.
Þótt Jressi saga virðist ótrúleg, er hún þó sönn, hvert orð.
í heiminum er fátækt fólk, sem dæmt er til J^ess að lifa á heila
sínum og greiða í skíru gulli, með merg og blóði, jafnvel það
smæsta í lífinu.
Það er dagleg kvöl fyrir Jrá; og svo, Jiegar Jreir eru orðnir
þr.eyttir á þjáningunum-----.
STÍGANDI 1 41