Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 30
hvarf liann frá sveit og búskap og dvaldi eftir það við „haf og
strönd“, en heimili sín þar nefndi hann Múla eftir síðasta bú-
stað sínurn í sveit. I hinum nýja heimi varð lionum enn gott til
vina, óx þar vegur hans og virðing. og hugðu þá margir, að hann
myndi lítt hugsa til frumbýlingsára sinna og stöðva þeirra. En
nokkru fyrir andlát sitt skrifaði hann einum vina sinna við Mý-
vatn, og fylgdu því þrjár vísur. Því miður kann ég þær ekki, en
síðasta vísan er eitthvað á þessa leið:
Og skyldi ég sveita-sælu gleyma
og sætta mig við haf og strönd,
þá gleynti mér mín hægri hönd
og hætti allt mitt blóð að streyma,
því upp til lreiða er mín þrá,
og enn þá vona ég að sjá
það allt, sem á ég heima.
Þá skildist mönnum, að hann hafði aldrei tapazt sveit sinni eða
héraði og ást lians til æskustöðvanna myndi óbreytt.
Karlmennsku sína og manndóm varðveitti hann svo vel, að
hann virtist nálega í blórna lífsins liátt á sextugsaldri, er hann
féll frá.
Ekki kann ég betri bænar að biðja sveit minni og sýslu en
þeirrar, að þar mættu fæðast upp sem flestir menn líkir Jóni
í Múla að hæfileikum og vilja til að bæta og fegra í liéraði sínu,
menn, sem gætu tekið undir með honum í lok kvæðis hans, „Þú
móðir vor aldna, þú eldborna sveit“:
Og þótt vér svo hnígum að hálfnaðri þraut
og liverfi vor minning af sögunnar braut,
sá andi, sem vorum í athöfnum bjó,
um eilífð skal lifa, og það er oss nóg.
108 STÍGANDl