Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 121
ARDAGAR
Eftir RICHARD WRIGHT
[Þáttur sá, cr hér birtist ettir ameríska svertingjann Ricltartl Wright, er upphaf
hinnar umtöluðu bókar hans Svartur drengur, sem er lýsing á æskudögum höf-
undar til 16 ára aldurs.
Sambúð svartra manna og hvítra í Bandaríkjunum, sérstaklega í suðurhluta þeirra,
cr þjóðfélagsvandamál hins mikla ríkis, vandamál, sent stundum leiðir til ægileg-
ustu morða, en er sífellt sem nagandi meinsemd undir niðri.
Wright er getinn í þennan heim af hirðulausum föður við bláfátækri móður,
hann er svartur drengur og æska hans er sannarlega svört. En þrek hans og persónu-
leiki virðist hafa verið óbuganlegt, því að hann brýzt gegnum fátækt og fyrirlitn-
ingu til menntunar og frægðar, svo að amerískir bóka-gagnrýnendur kölluðu hanti
hinn svarta Gorki, þegar Svartur drengur kont út.j
Fram úr þoku óminnisins skýtur mér upp í endurminningunni
á fjórða aldursári mínu vetrarmorgun einn, þar sem ég stend
frammi fyrir arninum og vermi hendur mínar yfir kolaglæðun-
um, rneðan ég hlusta eftir kveinstöfum stormsins utan dyra. Allan
fyrrihluta dagsins hafði nróðir mín ávítað mig og skammað og
skipað mér að vera hljóðum og valda engum hávaða. Ég var orð-
inn gramur og uppstökkur. í hliðarherberginu lá arnrna veik, og
læknirinn kom til hennar daglega og sundum á næturnar, svo að
ég vissi, að ég yrði hýddur, ef ég væri ekki hlýðinn. Ég gekk eirðar-
laus út að glugganum og dró síðu, hvítu gluggatjöldin til hliðar
— en mér hafði verið bannað að snerta þau — og horfði löngunar-
augurn út á auða götuna. Ég var að hugsa um, hve gaman væri að
hlaupa úti og leika sér, ærslast og hrópa, en ég þorði ekki út, því
að mér stóð ljóslifandi fyrir liugskotssjónum andlit ömmu minn-
ar, náfölt, grett og byrst á svip undir hrafnsvörtu hári.
Það var dauðakyrrð í húsinu. Litli bróðir minn, sem var ári
yngri en ég, sat á gólfinu að baki mér og ríslaði í góðu skapi við
gullin sín. Lítill fugl flaug í þessu fyrir gluggann og ég rak upp
gleðióp.
Uss, ekki hafa hátt, sagði bróðir minn.
Haltu kjafti, svaraði ég.
Móðir mín snaraðist í þessu inn og lokaði dyrunum að baki
STÍGANDI 199