Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 75
stórt túnið væri í heild, og svaraði hann með yfirlætisleysi, að það
væri um 300 dagsl. — Fallega flötin lians Jakobs Karlssonar, 60—
70 dagsl., stenzt lítið samanburð við þetta túnbákn. Það þarf
mikinn áburð á svona stórt tún, tauta ég. Bóndi kveðst hafa notað
um 600 sekki sl. vor, fyrir utan húsdýraáburð. Fáið þið ekki sjúk-
dórna í kýrnar með svona mikilli gerviáburðarnotkun? Ja, við
misstum jú 4 kýr í vor, svarar bóndi, og á þann hátt, eins og þetta
væru smámunir einir. — Bóndi hafði með höndum framkvæmdir
miklar, var að byggja þurrlieyslilöðu, sem á að taka á þriðja þús-
und hesta, votheyshlöðu fyrir nokkur hundruð hesta, fjós fyrir
nokkra tugi nautgripa. Að þessum framkvæmdum loknum ætlaði
hann að byrja á byggingu íbúðarhúss með haustinu og sýndi mér
staðinn, hvar það skyldi standa, á fögrum hól, sunnan við hin
húsin. Eru byggingar þessar langt frá gömlu húsunum, reistar í
jaðri fallegrar nýræktar, er bóndi hefir gert. Voru þennan dag
200—300 hestar undir til þurrkunar, en mörg hundruð liestar
voru í sætum á túni og biðu eftir hlöðunni. — Fólkið hamaðist
í þurrheyinu, búið skýlum einum, bæði karlar og konur, og var
ánægjulegt að sjá sólbaðsspursmálið leyst á svona hagkvæman
hátt, og gæti verið til fyrirmyndar og eftirbreytni, og þeir fáu
sóldagar, sem við fáum á landi hér, notaðir til þess ýtrasta sem
víðast.-------
Eftir að hafa dvalið Jjarna í eina 4 tíma, þegið enn veitingar
lijá þessum myndarbónda, höldum við Magnús heim á leið, —
sörnu leið til baka, unz komið var að Ingólfsfjalli. Þá héldum við
suður fyrir fjallið og stefndum á Hellisheiði, fram hjá Kotströnd,
Hveragerði, Ölfusforum o. s. frv.
Hveragerði er í krika milli Ingólfsfjalls og Reykjanessfjallgarðs.
Virðist lnaunlegt þar allt í kring og jarðvegur lítill. Jarðhita-
reykur gaus víða upp, — jafnvel út úr sumum húsunum, sýndist
okkur, en gróðurhús og íbúðaihús greindum við ekki að.
Þegar við klifum Kamba, varð mér litið út og aftur, og var þá
sólskinið horfið, og dimm þoka gengin yfir allt láglendi. Hellis-
heiðin stóð enn upp úr þokuhafinu.
Bar okkur brátt yfir heiðina, sem er einstök í sinni röð. Hvert
sem litið er, blasir við brunagjall og hraun. — Nokkrir fjallakofar
eru meðfram leiðinni, einkum í Þjófadölum og Hengli. Jarðhita-
svæði mikil eru og þarna, sem framtíðin mun eflaust hagnýta.
Vestan undir Bláfjöllum er Kolviðarhóll, sem mörgum hefir skýlt
STÍGANDI 153