Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 12
— Guð minn góður! Ertu ekki meidd? sagði hann.
— Af hverju ætti ég að vera rneidd? anzaði stúlkan hlæjandi,
reis á fætur og dustaði af sér með hendinni.
Hún var í Ijósri blússu og dökku pilsi, með gúmmískó, liávax-
in og dálítið þrekleg og hárið stýft um herðamar.
Hrossin höfðu nú numið staðar og' rifu í sig sætgresið við ána.
. Rauður hljóp einn um með tauminn uppi og náði ekki niðri
að bíta.
— Þetta var mér að kenna, mælti pilturinn hlýjum rómi.
— Hvað? Nei, þetta er ekkert. Maður beinbrotnar nú varla af
því að velta hérna ofan í rnjúkan nrosann. Svo hljóp hún af stað
að liandsama hestinn sinn.
Hann gekk til hennar og hjálpaði henni að ná hestinum.
Orðalaust snaraði hún sér á bak og kallaði á hundinn, sem
hlaupið hafði upp að tjaldinu í rannsóknarferð.
— Hvað heitirðu? sagði hann.
— Ekkert.
— Heyrðu, stúlka litla, senr ekkert lreitir. Hvert ætlarðu með
alla þesisa hesta?
— Heinr, sagði stúlkan og leit nú dálítið storkandi á gestinn.
— Og lrver af bæjunum er svo auðugur að eiga þig eins og þú
ert falleg og rösk?
— Enginn þeirra. En nú verð ég að lrraða nrér. — Bless!
— Lof nrér að tala við þig hálft orð, sagði Doddi og tók um
beizlisstengurnar. Stúlkan reiddi upp keyrið og Rauður ókyrrðist.
— Enginn tínri. Það er beðið eftir hestunum. Slepptu!
Hann sleppti taumununr. Hér voru völdin í annarra lröndum
enháns, fannst honunr. Hundurinn Irljóp í stóðiðog á augabragði
var allt konrið á harðaferð á ný.
Þórður laxveiðimaður tók upp stöngina sína og' dró inn færið,
sem lagzt lrafði í botninn og þvælzt í slýi.
Félagi lians, Sigmundur, gekk til lrans.
— Misstirðu lrana? Og konrinn í þetta fína færi, sagði hann og
kínrdi. Meiddi lrún sig annars nokkuð? bætti hann síðan við með
hluttekningu.
— Þekkir þú fólkið lrérna á bæjunum? spurði ungi maðurinn.
— Á, svoleiðis að skilja. Þekki og þekki ekki. Það heitir Þvergil
hérna næst fyrir neðan. Líklega er hún þaðan. Bláskínandi fá-
tækt og börnin ein ellefu éða tólf. Annars er þetta sæmilegasta
fólk, ef fátæktin dræpi það ekki alveg og baslið.
90 STÍGANDI