Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 38

Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 38
inum. „Þú verður að læra máið, eftir brúðkaupið leggjum við af stað.“ Haukur reif upp klefahurðina, þar sem kona hans lá sjóveik í rúminu. „Komdu upp, við sjáum land!“ og var þotinn í burt. María stökk fram úr rúminu. Hana svimaði, þegar hún stóð, en upp varð hún að fara. Þegar hún kom upp á þilfarið, var eyjan svo nærri, að hún gat greint bóndabæina. Tún og engjar breiddu úr sér undir klettabeltunum, sem stóðu eins og risavaxnir skjól- garðar um býlin á láglendinu. Himinninn hvelfdist tær og blár yfir mildu júníkvöldinu. Allar línur landslagsins urðu mjúkar og aðlaðandi í ótæmandi litbrigðum aftansins. Fyrir Maríu var þetta hátíðleg stund. Farþegarnir mösuðu og hlógu og vöktu athygli hvers annars á hinu og þessu. En María heyrði það ekki. Henni fannst hún vera ein í heiminum, hún alein og þetta land, sem þokaðist nær og nær. Hún kom ekki hingað til skammrar dval- ar, ekki af ferðalöngun né forvitni. Hún ætlaði að setjast að og dvelja ævilangt á þessu landi. Mundu þau bönd, sem nú voru að tengjast milli hennar og þessa lands, valda rninni hvörfum í lífi hennar en brúðkaupið forðum, enda þótt þeirra væri ekki minnzt með neinni veizlu? Og María talaði við ókunna landið, sem átti að verða hennar land, hún heilsaði því hlýtt og innilega, eins og það gæti endurgoldið kveðjuna. Ósnortin og tignarleg var hún, klettaeyjan, sem svo skyndi- lega hafði stigið upp úr þrotlausum drunga úthafsins. „Ég þarf mannanna ekki með til þess að vera það, sem ég er. En ég neita þér ekki um inngöngu. Kom þú, ég skal vera þér góð.“ Þannig mælti hún. En samt var þetta allt annað en ef María hefði staðið augliti til auglitis við mannlega veru. Landið var ekki liennar líki, nálægur og sama eðlis. Hún fann, að það var henni æðra og framandi. Henni virtist sem hún þyrfti að biðja það að taka við sér. Þessi heimkynni mundi hún verða að ávinna sér. María rankaði við sér, þegar hönd var lögð á öxl henni. Það var Haukur. „Sérðu opið í klettinum þarna og mávana, sem fljúga í hópum í kringum það? Nú komum við bráðum til Vestmannaeyja.“ Hann benti til vesturs. María leit brosandi á hann. Hún átti engin orð yfir það, sem snortið hafði liana sjálfa. Þannig stóðu þau, þangað til löngu eftir miðnætti, að þau loks fóru að sofa. Næsta morgun voru þau árla á fótum og uppi á þilfari, þegar 116 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.