Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 22
NOKKUR ORÐ UM KJARNORKU
OG ATOMSPRENGJUR
Eflir INGVAR BJÖRNSSON
Grein þessi er ætluð þeim, sem eru leikmenn á sviði eðlis- og
efnafræði, en fýsir í nokkurn fróðleik um þessi efni. Við samning
hennar hefi ég stuözt við nokkrar greinar í Göteborgs Sjöfarts og
och Handelstidning frá í sumar, ásamt skýrslu þeirri, sem amer-
íska hermálaráðuneytið gaf út 1945 um rannsóknir lútandi að
framleiðslu atomsprengjunnar.
Frumeind eða atom (úr grískunni neitandi forskeytið a og
temnein, sem þýðir að skera) er minnsti hluti frumefnis, það er
að segja, ef viðhugsum okkur, að við hlutum í sundur ögn úr ein-
hverju frumefni í smærri agnir, þá lendurn við að lokurn á atom-
inu, sem lengi var talið ókljúfanlegt. Við vitum, að allt, bæði lif-
andi og dautt, er gert úr 90 mismunandi tegundum atoma, sem
eru svo lítil, að því fer fjarri, að hægt sé að greina þau í sterkustu
smásjám. Ef við athugum ti! dæmis léttasta atomið, vetnisatonrið,
þá er það í þvermál eitthvað um 1/10000000 úr millimeter og
þyngd 1/100000000000000000000000 úr grannni. Hér er um svo
litlar tölur að ræða, að við verðum litlu vísari, þótt við sjáum þær.
Hvert atom er svo sérstök heild, sem oft hefir verið líkt við sól-
kerfi. í miðjunni er kjarninn, og kringum lrann ganga svo elek-
tronurnar eftir ákveðnum brautum, líkt og reikistjörnur kringum
sól. Frumefni ákveðst af, hve margar elektronur fylgja kjarnan-
um. Vetnið hefir eina og úran hið þyngsta 92. Elektronurnar eru
hlaðnar neikvæðu rafmagni, en kjarninn jafn miklu jákvæðu raf-
magni. Við vitum, að kjarninn er samsettur úr mörgunr smáögn-
um, sem kallaðar eru protonur og sem hver um sig lrefir jákvæða
rafmagnshleðslu, sem samsvarar neikvæðri hleðslu hverrar elek-
tronu. Tala protonanna hlýtur því að vera sú sama og tala elek-
tronanna, vetniskjarninn hefir eina protonu, úran 92. En ef við
athugum þunga úranatomsins, þá er það ekki 92 sinnum þyngra
en vetnisatomið, lieldur um það bil 238 sinnum þyngra. Þessi mis-
munur varð ekki skýrður með þunga elektronanna, þar eð þær
. eru svo léttar í samanburði við protonurnar að þeirra gætir vart.
100 STÍGANDI