Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 39
skipið beygði lyrir Gróttu og renndi inn undir eyjarnar. Öldurnar
lægði meir og meir og loks var sjórinn spegilsléttur. Fjallahring-
urinn, bærinn og hafið ljómuðu í morgunsólinni. Allt var hljótt
og kyrrt, varla að heyrðist gjálfra undir bógnum. Eins og vernd-
andi armar luktu fjöllin unr þennan friðsæla stað, og í takmörk-
uninni fólst eitthvað notalegt og aðlaðandi. En þau mynduðu
aðeins hálfhring. Út til hafsins opnaðist flóinn, hlið að heimin-
um og lilið fyrir heiminn. Hér var ekki þröngt né innibyrgt, þó
að það væri vinalegt. María horfði forvitnum augum á borgina.
Fáeinar mínútur enn og hún mundi ganga um stræti hennar.
Borgin, sem María hafði alizt upp í, var stærri, en yfir Reykja-
vík lá ekkert svefnmók eða smáborgabragur. Haukur lét ekki
vanta að nefna fyrir lienni ýmsar byggingar, sem smáskýrðust
fyrir þeim og hann furðaði sjálfan á mörgu, sem við hafði bætzt
þau árin, sem liann dvaldi erlendis. Nú beygði skipið inn á
innri höfnina og lagðist að bryggju.
Eins og í draumi steig María á land, faðmaði að sér nýju skyld-
mennin, senr biðu hennar á bryggjunni og fylgdist með þeim.
Það var hátíðlegur blær yfir öllu þessu í hennar augum. Nú
var það orðið að veruleika, sem hún hafði beðið svo lengi eftir.
ísland, töfraeyjan fjarlæga, var nálæg og áþeifanleg. María snart
hana með fæti sínum.
Litla íbúðin hans Þórðar, föður Hauks, var troðfull af fólki.
Öll fjölskyldan var þár samankomin, til þess að bjóða bróðurinn
og konu hans velkomin. Þegar María gekk inn með Hauki,
renndi hún fljótlega augum yfir liópinn. Hún leitaði að andliti,
sem hún raunar hafði aldrei séð, en þó lengi þekkt, föður Hauks.
Hún fann hann undireins, lotinn mann og silfurhærðan, augun
grá eins og í Hauki. Hrærð féll hún um háls honurn. Hann
skildi þögula hreyfingu hennar og tók hana ástúðlega í faðm
sér. Þó að hún kærni hingað ókunn og framandi, var hún dóttir
í nýja landinu.
Nú heilsaði María hverjum rnanni, með handabandi eða
kossi. Hún þekkti þau öll af lýsingu Hauks, en samt voru analit-
in ný og óþekkt. Svo setttist hún þegjandi út í horn. Hún hefði
fegin viljað segja frá ferðinni, en hún gat ekki talað. Undarlegt
var það nú að vera allt í einu orðinn dumbur og daufur.. Málið
niðaði framhjá henni; hún gat ekki einu sinni aðgreint orðin.
Hún starði á munn þess, sem talaði, og reyndi að skilja eitthvað,
en hún þreyttist brátt á því.
STÍGANDI 117