Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 66
sem þarna geta verið í eins konar Paradís, — útaf fyrir sig á yndis-
legum stað. — Þakkir sén öllum, sem unnu að þessu marki. — A
Reykjum eru geysistór gróðurhús, — sum þeirra þau fyrstu á
landi hér; þar ern miklar byggingar aðrar, enda tvíbýli — eða
margbýli á jörðinni. Vegurinn beygir nú til hægri, fyrir fjallran-
ann, sem gnæfir yfir Reykjum. Bak við það fjall er dalur og marg-
ar góðjarðir í honum, má heita, að tún sé við tún. Stefnir dalur
þessi til austurs upp á Mosfellslieiðina og endar ekki fyrr en uppi
á lieiði við fallegt vatn, er Svanavatn nefnist. Þar við vatnið er
eyðijörð, — með reisulegu húsi þó, — er Svanastaðir heitir. Mun
eiga þá jörð einhver stórlaxinn, og ætla helzt fyrir sumarbústað.
í kringum Svanavatn og austur um alla heiði eru sumarbústaðir
eins og mý á mykjuskán, flest smáskúrar. En fallegt er þar víða, og
hreint loftið. — Mosfellsdalurinn stefnir meira til norðurs; þar
er hið gamla höfuðból Mosfell, — prestssetur, og þar er Laxnes,
sem nú er að verða frægur staður. — Þessi sveit, böðuð í morgun-
sólinni og rök eftir næturregnið, þótti mér yndislega falleg.
Magnús ekur liðugt austur Mosfellsheiðina; hún er vaxin tals-
verðunr gróðri, mest votlendisjurtum og grámosa. Virðist hún
fremur flatlend, en liggur þó nokkuð hátt yfir sjó, enda langt
inni í landi. Athygli ferðamannsins tekur eftir gegnumskotnum
hættumerkjum við hverja beygju á veginum.
Þegar austur kemur á heiðina, fara að sjást kindur á strjálingi;
einnig fer að bera meira á lóum og spóum, eftir því sem fjær
dregur Iiöfuðstaðnum. Áður en varir, blasir við stöðuvatn, svo
stórt, að hinum megin við það svífa hlutirnir í móðukenndri
tíbrá. Dregur það nafn af Þingvöllum og er stærst stöðuvatn á
íslandi. Umltverfis vatnið er mesti fjöldi sumarbústaða, og munu
sumir þeirra höllum líkir, — hafa enda kostað milljónir, er mér
tjáð. — Dettur vegfaranda í lmg, að misjöfn eru mannakjörin,
þar sem sumir eiga skrauthýsi í Iiöfuðstaðnum og sumarhallir
við Þingvallavatn til að nota aðeins stuttan tíma úr sumrinu, en
aðrir fá ekki svo mikið sem kjallaraholu, og hrekjast milli her-
bragga og kálgarðaskúra, vetur jafnt sem sumar. — Hversu lengi
skyldi misréttisbölið ætla að loða við mannkynið?
Austan til á heiðinni er reisulegur sveitabær, margar burstir
mót suðri í stóru túni; mér finnst ég kannast við húsaskipun
þessa, — hvar liafði ég séð hana? Eftir dálitla hugarvafninga átta
ég mig, og um leið segir Magnús mér, að við séum komnir að
Kárastöðum. — Hafði ég séð teikningu í Samvinnunni af bæ þess-
1 44 STÍGANDI