Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 94
kvöldið, þegar við vorum setztir að í Dældum, herti norðankald-
ann með þokusudda, er síðar fraus og varð ísing.
Um nóttina var norðanstormur og krapahríð, en síðan frysti.
Okkur varð kuldagjarnt í tjaldinu, en hrossin gjörðust óróleg í
högunum. — Nóttin varð okkur ónæðissöm, löng og fremur leið.
Þegar morgnaði, bjuggum við ferð okkar suður á Sand. Þá
var enn norðanstrekkingur og' kuldaveður. Þegar við gengum
upp brekkurnar vestan við Dældir, sagði Sigurður, að nú hefði
verið léttara yl’ir manni, ef ein jlaska hefði verið í nestisskrínunni.
Eg fór þá að raula þessa bögu — en ekki hafði ég heyrt hana
fyrri: „Létt í anda suð’r á Sand, sveigði branda-þollur, ef vínanda
ljúft um land, legði í stand hver pollur.“
Þegar við komum suður fyrir Kiðagil, lægði norðanrosann og
létti í lofti. Síðan var jafnan góðviðri á okkur í ferðinni — sólfar
og hiti um daga, en kul um nætur, svo sem venjulegt er uppi við
jöklana.
Sandurinn var þurr og greiðfær. en vörðurnar mikið hrundar,
og þótt við hlæðum fáar nýjar vörður um norðanverðan Sandinn,
þá sóttist ferðin seint, og þegar \ ið komum suður að Fjórðunga-
kvísl, var töluvert liðið á nóttina. Þar við kvíslina gáfuin við
hestunum hey og nrat, en tókum sjálfir til snæðings og hituðunr
kaffi.
Um nóttina var suðvestan-stinningsgola, og það er ekkert lrita-
beltis-loftslag, senr stafar af lrjarnbreiðum Hofsjökuls um hánætur.
Þegar við konrunr suður að kvíslinni, var okkur hrollkalt.
En þegar við lröfðunr borðað ríflega af reyktri síðu og bringu-
koll af fjögra vetra hrút — rúgbrauð, snrjör, liarðfisk o. fl. góð-
meti — drukkið fullan ketil af lreitu, lútsterku kaffi — og svo
að lokunr kveikt í tóbakspípununr — þá fórum við að líta í
kringum okkur. Hofsjökull er í vestri — Tungnafellsjökull í
austri — Hágöngur og Arnarfell hið nrikla. — Og svo kemur
sóliir upp og lrjarnbreiður jöklanna glitra svo fagurlega í morg-
unsólinni. Og víst er unr Jrað, að Jrá vildunr við Sigurður ferða-
félagi nrinn við engan nrann kjörunr skipta — alls ekki.
Sólin hækkar á lofti og Jrað lrlýnar, eftir því sem líður á nrorg-
uninn. Þegar við konrunr suður á Háumýrar, vorum við búnir
að vera unr sólarhring á ferðinni norðan frá Kiðagili. A Háumýr-
um reistunr við tjald og bjuggumst um til hvíldar. Við sofnuðunr
þar báðir, en hestarnir undu illa, svo að hvíldin varð minni en
ætlað var.
172 STÍGANDI