Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 65
Oskjuhlíðarbrnn. — Næst er mér að halda, að steinormur þessi sé
um eða yfir 20 km. á lengd. Talið er, að hann sé að ýmsu ólíkur
öðrum ormum, enda verið skapaður löngu eftir syndaflóð; hann
hefir meðal annars heitt lrlóð, senr Reykvíkingar í þúsundatali
bergja á og orna sér við, og svo hægfara sýndist mér hann, svona
út um bílskjá, að ég held, að jafnvel snigillinn sé snjallari í þeim
sökum.
Margt er að sjá í þessari fögru sveit, sem Kollafjörður faðmar,
bæði daga og nætur.
Skannnt frá mynni lians er Viðey lrans Skúla fógeta, og leið
búreykurinn Iiátt í loft upp úr strompinum á Skúlastofu, — yfir
200 ára gömlu steinhúsi. Skannnt frá Viðey er stórbýlið Gufunes,
og er sagt, að það beri meir menjar brasks en sveitarisnu nú á
dögum. Miðsveitis förum við fram hjá tveimur býlum, sem fyrir
einum mannsaldri voru niðurnýdd kot með lekurn kofum og
þúfnakarga í kring, en eru nú einhverjir bezt hýstu og mestu
flutningsjarðir landsins. Um aðra þessa jörð — Korpúlfsstaði —
virðist ætla að ásannast, að einn níðir niður, þar sem annar byggir,
því að nokkuð af Iiinu víðlenda og véltæka túni er notað til hesta-
beitar um hásláttinn! Vonandi fer ekki eins fyrir Blikastöðum.
Skamnrt þarna frá er — eða öllu heldur var — Álafoss. Hefir
Sigurjón Pétursson svo gjörsamlega gleypt fossinn — og sjálfsagt
álana líka — að ekki sést vottur af. Þar, sem áður var Varmá,
rennur nú aðeins skólpræsalækur Sigurjóns, — og heyrist skrölt
og dynur miklil frá stöðvum hans, — eins og eitthvað gangi þar á
— meir en lítið. Lágafellið gnæfir eins og konungur yfir Sigur-
jóni og öllu hans, enda hreykir hann sér ekki liátt. Þar býr at-
hafnamaðurinn mikli, sem kom hingað allslaus skipsstrákur, fyrir
eitthvað 60 árum — kunni ekki einu sinni málið. Hér fannst þess-
um dreng hægt að bjargast, og hann tók þegar til óspilltra mál-
anna, oft hnaut hann, oft sló alveg í baksegl, en alltaf reis hann
upp á ný, — eins og fuglinn Fönix, og á leið hans eru Korpúlfs-
staðir og Lágafell — eins og þau líta nú út — og fjöldi annarra
mannvirkja og athafna. — Því miður hefir hann nú selt Korpúlfs-
staði, en býr enn á Lágafelli, og er staðarlegt þangað heim að
líta. — Það næsta, sem vekur athygli, er Reykir og Reykjalundur,
er blasa við, þegar komið er norður fyrir Lágafellið. Ég hefði
viljað staldra við á staðnum þeim, skoða mannvirki og náttúru-
undur, en til þess var ekki tími, enda nokkuð úr leið. Mágur
minn benti mér á vinnuheimili ógæfumannanna berklasjúku,
STÍGANDI ] 43