Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 124
ofsi í henni, að ég þóttist skynja, að hegning mín yrði mjög hörð.
Svo sá ég hræðslnfullt andlit hennar, í því hún skyggndist undir
luisið. Hún hafði fundið mig! Ég stóð á öndinni og beið þess, að
hún skipaði mér að koma frarn undan húsinu. En hún sneri frá,
hún hafði ekki kornið auga á mig í myrkrinu. Ég grúfði mig niður
og tennurnar glömruðu í munninum á mér.
Richard!
Skelfingin í rödd hennar hitti mig eins og svipuhögg.
Ricliard! Ó, finnið þið barnið mitt! Húsið brennur!
Já, húsið brann, en ég hafði tekið þá óbifanlegu ákvörðun að
víkja ekki úr felustað mínum. Loks sá ég annað andlit gægjast
undir húsið. Það var andlit föður míns. Hann sá mig.
Þarna er hann!
Nei! æpti ég.
Komdu, drengur, strax!
Nei!
Húsið brennur!
Hann skreið til mín og þreif í annan fótinn á mér. Ég ríghélt
mér í reykháfinn. Faðir minn togaði og ég streittist við af öllum
kröftum.
Komdu strax, heimskinginn þinn!
Slepptu mér!
Ég gat að lokurn ekki haldið mér og missti handfestuna. Nú
var úti um mig. Nú yrði ég hýddur. Mér stóð á sama um allt. Ég
vissi, hvað koma mundi. Faðir minn dró mig út í húsagarðinn,
en urn leið og liann sleppti mér, stökk ég á fætur og þaut af stað
út á götuna, en ég var undir eins gripinn.
Ég átti erfitt nreð að komast að því, livað gerzt liafði, en af
ekkastunum, upphrópunum og sundurlausu tali fólks skildist
mér þó, að enginn hefði farizt. Svo virtist, sem bróðir minn hefði
náð sér brátt eftir fyrsta óttakastið og gert mömmu aðvart, en þó
ekki fyrr en hálft húsið var orðið alelda. Afi og frændi minn einn
höfðu bjástrað ömmu út í sjúkrabörum, sem þeir bjuggu til úr
undirdýnu, og konrið lienni til eins af nágrönnunum. Allir höfðu
óttast um skeið, að ég hefði brunnið inni, þar sem hvorki sást
tangur né tötur af mér.
Þú hafðir næstum því gert mig vitstola af skelfingu, muldraði
móðir mín, meðan hún plokkaði blöðin af grein einni, svo að hún
yrði betri refsivöndur.
Ég var hýddur grimmilega, unz ég missti meðvitund. Ég var
202 STÍGANDI