Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 119
PABBI ER SVO GLEYMINN
Eftir W. LIVINGSTON LARNED
Litli sonur minn, þetta segi ég við þig, meðan þú hvílir í rúmi
þínu og sefur. Aðra höndina hefir þú kreppt undir vangann og
ljósu lokkarnir þínir liggja rakir af svita fram á ennið. Eg hefi
læðzt einn inn í herbergið þitt. Fyrir stuttu sat ég inni á skrif-
stofu minni og las í blöðunum, og þá varð ég gripinn samvizku-
biti svo sáru, að mig tók til hjarta. Sem iðrandi syndari liefi ég
gengið að hvífu þinni.
Og þetta er það, sem veldur mér angurs: Ég hefi sýnt þér ósann-
girni. Þegar þú klæddir þig í morgun, skanrmaði ég þig fyrir
kattarþvottinn á höndum og andliti. Ég ásakaði þig fyrir að hafa
ekki burstað skóna þína. Ég varð espur, þegar þú kastaðir ein-
hverju af dóti þínu á gólfið.
Og þegar við sátum við morgunverðarborðið, hafði ég margt
við hátterni þitt að athuga: Þú misstir mat á fötin þín. Þú hám-
aðir í þig. Þú hafðir olnbogana á borðinu. Þú notaðir of mikið
smjör á brauðið. Og þegar þú fórst út til að leika þér og ég lagði
af stað til vinnu minnar, snérir þú þér við og veifaðir og kall-
aðir: „Blessaður, pabbi!“ En ég yggidi mig og svaraði: „Stattu
b.einn, strákur! “
Síðdegis endurtók sama sagan sig. Þegar ég kom lteim, sá ég,
að þú lást á hnjánum fyrir franran húsið og' varst í kúluleik.
Hnén voru út úr sokkunum, og ég rak þig inn og auðmýkti þig
franrmi fyrir leikbræðrunr þínunr. Sokkar væru dýrir, sagði ég,
og ef þú yrðir sjálfur að kaupa þá, nrundir þú gæta þeirra betur!
Hugsaðu þér, þannig talaði faðir við son sinn!
Manstu, að þú komst seinna inn til mín, feinrinn og sakbitinn.
Ég sat og la$, og leit önugur upp, þegar þú komst inn um dyrnar.
Þú stanzaðir lrikandi, og ég spurði lröstugur: „Hvað villtu?“
Þú svaraðir ekki, en allt í einu hljópst þú upp unr háls mér og
kysstir mig. Litlu hendurnar þínar létu mig finna þá ást og þann
kærleik, sem guð lrefir látið blónrgast í lrjarta þínu, og lrirðuleysi
mitt lrefir ekki enn kæft. Og svo várst þú þotinn burtu. Ég lreyrði
létta fótatakið þitt fjarlægjast upp stigann.
STÍGANDI 197