Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 33
konar trúboð. Vafalaust.á þetta að sumu leyti rót sína að rekja til
þess hugarfars, sem ég held, að eigi sér dýpri rætur í Bretlandi en
víðast hvar annars staðar — og veldur því jafnframt, hve brezkt
lýðræði stendur styrkum fótum, þótt hið ytra form þess sé að ýmsu
leyti ófullkomið — að hver maður eigi sjálfur að mynda sér skoð-
anir sínar, hann eigi að fá að vera í sæmilegum friði með þær og
láta skoðanir annarra líka í friði.
Eðli sanns Jýðræðis er ekki aðeins í því fólgið, að sameiginleg-
urn málum þjóða sé stjórnað að vilja meirihluta hennar, heldur
verður og að gæta nokkurs hófs í vali þeirra mála, sem gerð eru
sameiginleg. Einkum og sér í lagi verður að fara varlega í þær sak-
ir að stjórna menníngarlífi þjóða, jafnvel þótt það sé gert á lýð-
ræðishátt. Þá getur orðið skammt í andlegt ófrelsi. Þetta virðast
Bretar hafa skilið vel og á rótgróin einsaklingshyggja þeirra vafa-
laust nokkurn þátt í því, og hefir þar holl áhrif, þótt áhrif henn-
ar séu óholl á ýmsurn öðrum sviðum. Þessa gætir í mörgurn grein-
urn í þjóðlífi Breta, og ég býst við, að algert hlutleysi stofnunar
eins og British Council í stjórnmálum — ef til vill rnætti einnig
nefna það algert afskiptaleysi — eigi að nokkru leyti rót sína að
rekja til þessa. En að einhverju leyti kunna hér að vera einföld
hyggindi á ferð. Að sjálfsögðu er það hlutverk þeirrar kynningar-
starfsemi, sem British Council hefir með höndum, að auka álit og
áhrif Bretlands og brezkrar menningar. En stjórnendur stofnun-
arinnar virðast gera sér ljóst, að stofnunin vinnur ekki að því
marki með því að hafa í frammi stjórnmálaáróður eða nokkurs
konar trúboð. Það er einmitt líklegast til þess að auka álit og áhrif
Bretlands að gera það ekki og sýna þannig í verki virðingu sína
fyrir manninum, frelsi lians til að mynda sér skoðun og rétti hans
til þess að fá að hafa hana óáreittur, án þess að reynt sé að rugla
hann eða hafa vit fyrir honum, en hvort tveggja eru þetta þýðing-
armeiri hornsteinar sanns lýðræðis, en menn virðast oft gera sér
ljóst.
British Council er mikið fyrirtæki, það hefir til ráðstöfunar um
2,6 miljónir punda á ári eða nærri 70 miljónir króna, og er það að
langmestu Jeyti framlag úr ríkissjóði, þótt stofnunin fái einnig
allmiklar gjafir. Hún starfrækir skrifstofur í yfir 30 löndum og
heldur þar uppi tæplega J00 félögum eða stofnunum til kynna á
enskri tungu og enskri menningu. Hún efnir til námskeiða, fyrir-
lestrahalds, kvikmyndasýninga og kynningarsamkoma, starfrækir
bókasöfn og klúbba, útvegar skólum kennara í ensku og starfræk-
STÍGANDI 1 ] 1