Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 81
fullráðið við mig, hvað gera skyldi. En þegar klukkan sló tvö,
tók ég ákvörðun: Ég ætlaði að fara!
Daginn, sem ég fór, kornu þeir Hop Sing og Lee Fat til að
kveðja ntig. Kveðjugjöf Hop Sings var karfa með stórum tómöt-
um og tín maískólfar af tegund þeirri, sem kallast Bantamgull,
— fyrsta uppskeran af fræjum þeim, senr ég liafði gefið honum.
Kínverjarnir tveir brostu til mín, meðan skipið seig frá bryggju.
Ég hað brytann að matreiða fyrir mig maísinn, svo að ég gæti
neytt lians sent morgunverðar. Eini borðfélagi minn var hár og
grannholda maður með lafandi yfirskegg, og bar yfirlitur hans
vott um meltingartruflun. Hann settist við borðið án þess að
látast sjá mig. Síðan leit hann á matseðilinn með vandfýsnarsvip.
Þegar rjúkandi maískólfarnir voru bornir inn, leit hann forviða
upp, skaut síðan mat sínum á brott og tók sér skammt af mínu
fati. Er liann hafði lokið þremur kólfum og seildist eftir þeim
fjórða, sagði hann: „Heyrið þér, þjónn, hvaðan er þessi maís?
Hann er ekki á matseðlinum."
„Hann er gjöf frá herranum, sem situr gegnt yður,“ svaraði
þjónninn.
Maðnrinn leit snöggt á mig, eins og liann þá fyrst veitti því
atiiygli, að ég sæti á móti honum. „Ég þakka yður hugulsemina,"
sagði hann stnttlega.
Þegar ég stóð upp frá borðum, sat hánn eftir og hélt áfram að
gæða sér á maísnum.
Nokkru síðar stóð ég uppi á þilfari og horfði á fjöll Tahiti
hverfa úti við sjóndeildarhringinn. Þá kom borðfélagi minn
til mín.
„Þeir voru afbragðsgóðir, ungi maður,“ sagði hann. „Ég liefi
borðað sex alls! Ég þjáist af meltingarörðugleikum, skal ég segja
yður, og rnaís er eitt af því fáa, sem ég get borðað, án þess að þjást
á eftir. En segið mér nú eitthvað frá eyjunni yðar. Ég fór ekki í
land. Það er gagnslaust að reyna að skoða nokkuð, þegar menn
hafa ekki nema sex tíma til umráða."
Ég tók alls hugar glaður að segja honum frá fegurð eyjarinnar
og lífi eyjarskeggja — en liætti svo snögglega, því að mér datt í
hug, að honum leiddist.
„Alls ekki,“ fullyrti hann. „Þér hafið auðlieyranlega lifað
skemmtilegu lífi, og þér hafið notað augu yðar og eyru vel.
Hafið þér nokkru sinni reynt að skrifa?“
Ég trúði honum fyrir því, að það væri einmitt starf mitt. Þá
STÍGANDI 1 59