Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 130
hafði látið hann finna það, betur en þótt ég hefði sagt það, að mér
fannst hann ruddalegur, og ég hafði gert það á þann hátt, að hann
gat ekki refsað mér fyrir.
En móðir mín var hugkvæmari og hún endurgalt ntér verknað
minn á sálrænan hátt. Hún beygði mig í duftið með því að kalla
yfir mig skelfingu mörðingjans. Allt til kvöíds varpaði hún að
mér þrauthugsuðum orðum, sem létu ótal djöfla spretta fram, sem
biðu færis að hefna glæps míns. Um kvöldið var ég orðinn svo
hræddur, að ég þorði varla aðganga um húsið.
Þú hefir framið glæp, sent þú færð aldrei bætt, sagði móðir mín.
Mér þykir þetta leitt, nmldraði ég.
Kettlingurinn lifnar ekki við, þótt þú sjáir eftir því að hafa
drepið hann, sagði móðir mín.
Rétt áður en ég ætlaði að hátta, lagði lnin á mig hræðilega
kvöð: Hún skipaði mér að fara út í myrkrið og grafa hræið af
kettlingnum.
Nei, æpti ég, og mér fannst, að illir andar mundu samstundis
hremma mig, ef ég gengi út.
Engin undanbrögð, sagði móðir mín skipandi, farðu og grafðu
kattarkvölina strax.
Ég er hræddur.
Og þú heldur, að kettlingurinn hafi ekki verið hræddur, þegar
liann fann reipið herða að hálsi sér?
En þetta var bara kettlingur.
En hann var lifandi. Getur þt'i lífgað hann?
Pabbi sagði mér að drepa liann, sagði ég og reyndi að skella
skuldinni á föður minn.
En móðir mín sló mig roknahögg með flötum lófanum á munn-
inn.
Ætlar þú ekki að hætta þessari lygi einhvern tíma? Þú vissir vel,
að hann ætlaðist ekki til þess!
Nei, ég vissi það ekki, orgaði ég.
Hún þrýsti kolaskóflunni í hönd mér.
Farðu nú og grafðu kettlinginn!
Ég skjögraði út í myrkrið. Ég grét. Þó að ég vissi, að ég hafði
gengið af kettlingnum dauðum, Iiöfðu orð móður minnar vakið
lvann aftur til lífsins í ímyndun minni. Hvað mundi hann gera
mér, þegar ég snerti hann? Mundi hann reyna að klóra úr mér aug-
un? Meðan ég fálmaði mig áfram til kettlingsins, stóð ntóðir mín
208 STÍGANDI