Stígandi - 01.04.1947, Page 15

Stígandi - 01.04.1947, Page 15
ur í senn af innisetu eða vanheilsu, hvort tveggja eins og skapað til að vinna samúð og góðan þokka. — Fyrirgefðu, að ég er að ónáða ykkur svona seint. Mig langar bara svo mikið í rnjólk, sagði hann afsakandi. Stúlkan tók við ílátinu. — Það er ekkert. Það er svo sem ekki kominn háttatími hérna á Þvergili enn þá. Viltu ekki sitja hérna í stofunni á meðan. Gerðu svo vel. Þetta var gamalt hús, ómálað og skekkt, en það var hreinlegt og gólfið hvítþvegið. Svo sótti hún mjólkina inn. Hún var nýgreidd, hafði farið úr gallanum og klæðzt léreftskjól úr ódýru efni, framkoman hiklaus og óþvinguð. — Hvernig gekk það með laxana í dag? sagði hún, og rétti hon- um mjólkurílátið. — Ég fékk einn. — Bara einn, lítið er það, sagði hún og leit á hann dálítið ertin. — Já, reyndar komst ég aldrei með hann lengra en að bakkan- um. Þar kvaddi hann mig og þakkaði fyrir viðkynninguna. — Nú? spurði stúlkan. — Já, sleit sig af önglinum og synti aftur út í hylinn. Síðan varð ég ekki var þann daginn. — Það var gott, sagði hún og leit brosandi á veiðipiltinn. — Nei. Og af hverju var það gott fyrir þig? Mér þótti það ekki gott fyrir mig. Sannast að segja mjög illt. — Það er alltaf gott, þegar þeir vinna, sem betri hafa málstað- inn. — Nú veit ég, hvað þú heitir, sagði hann til að rétta sig svolítið, þó að þú vildir ekki segja mér það í morgun. — Jæja, og hver hefir sagt þér það? — Steinarnir, stráin, þúfurnar, fjöllin og árvatnið og himinninn. Allt talar og bendir manni hér í sveitinni. Hann stóð upp og rétti henni hendina og sagði: — Vertu sæl þangað til annað kvöld oe þakka þér fyrir mjólk- ina og fyrir það, hvernig þú ert. — Þú heitir Ásta. Hann kom f hálfan mánuð. Á hverju kvöldi í hálfan mánuð konr hann að vitja um mjólkina handa þeim félögum. í flest skipti færði hann yngri börnunum eitthvað gott, þegar hann kom. Hann var lítillætið sjálft og alúðin og háttprýðin í fasi. Sat meira að segja inni í eldhúsi hjá konunni og drakk kaffi, þeg- ar vikan var liðin. Þetta var gamalt stóarhús, stóllaust með einni STÍGANDI 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.