Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 55

Stígandi - 01.04.1947, Blaðsíða 55
elskulega konan mín minntist á það einu sinni, hve barnið — þetta var drengstúfur — væri líkt honum pabba sínum. Ég sagði henni þá, að mér fyndist barnið líkjast honum Rassmusi Rassmussyni, nágranna okkar. Þetta sagði hún, að sér fyndist líka, við Rassmus hlytum að vera náskyldir, ef til r ill hálfbræður, þó að við ekki vissum það, það væri svo erfitt að vita, hvar og livenær ættirnar kæmu saman, en föðurbræðrum yrðu menn líkastir, eins og allir vissu, svo að lnin væri ekki liissa, þó að barnið væri líkara Rass- musi en mér. Hitt veit ég, að Rassmus var mér alltaf eins og bróðir og hinn bezti nágranni og hugsaði um mitt heimili eins og sitt, þegar ég var fjarverandi — jafnvel meira um rnitt heimili, því að þaðan fór hann ævinlega seinast af vaktinni. Þegar ég bauð honum þóknun fyrir hans þjónustu, vildi hann ekki heyra eitt orð í þá átt, sagðist þegar liafa tekið sín laun, enn fremur að slíka konu mundi hann ekki láta líða, meðan hann væri nokkurs megnugur, enda væri það skylda góðra nágranna að sjá svo um, að konur hefðu ekki ástæðu til að sakna eiginmanna sinna né sjá eftir þeim, þótt þeir færu eitthvað út í buskann. Ég þóttist skilja, hvílíkan gimstein ég ætti fyrir konu, en ég hafði ástæðu til að fyrirverða mig fyrir Jrað, að allir virtust vita það fyrr en ég. Svo var og hitt, að allan tíma dagsins var ég bund- inn við líkamlegt erfiði úti við, og hafði ég ekkert tækifæri til að kynnast henni persónulega á milli máltíða. Nóttin kernur og eng- inn fær erfiðað, enda sváfum við í sínu herberginu hvort — eg á flatsæng; hennar rúm sá ég aldrei. Ég fór að harma Jjað með sjálfum mér, að ég gat ekki notið í ríkulegri mæli návistar elskulegu konunnar minnar, og til að reyna að ráða bót á því réði ég til mín vinnumann. Ekki leið á löngu áður en hann fann Jrað jafnvel betur en ég, hve mikiU dýrgripur konan mín var, og kvað svo rammt að því, að hann gat ómögulega slitið sig frá henni og hafði svo mikið yndi af að tala við hana, að hann varð alveg orðlaus og fór að sitja hjá henni steinþegjandi. Ég fór undir eins, sem von var, að verða upp með mér af að eiga slíka konu — stórgáfaða og framúrskarandi aðlaðandi og eftirsótta. Úr því sem komið var, hugsaði ég mér það hagkvæmlegast til að þekkja hana, elskuna, að komast í samband við hana í gegnum vinnumanninn, því að það var hvorttveggja, að við gátum ekki notið návistar hennar báðir samtímis, og ekki var viðlit, að ég hætti útiverkum að svo stöddu. Þá var það líka, að ef vinnumann- STÍGANDI 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.