Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 78
Tímarit Máls og menningar
svo að tilbeiðslu á þeim og knéfalli yrði ekki við komið. Allar styttur og
bílæti voru síðar brotin og fjarlægð úr kirkjuhúsum og það eitt skraut sem
fann náð fyrir augum myndbrjótanna voru fornhelg tákn eins og krossar og
óhlutlægar myndir, svipaðar þeim er prýddu moskur eða bænahús þeirrar
trúar er á þessum tíma fór sigurför um heiminn, Islams.
Er þar skemmst frá að segja, að þessi keisaralega tilskipun mæltist illa fyrir
með flestum kirkjunnar mönnum og allri alþýðu manna, einkum í vestur-
hluta ríkisins eins og á Italíu. Þegar hér var komið sögu, höfðu helgimyndir
náð slíkri útbreiðslu og vinsældum innan kristinnar kirkju, að ýmsum vand-
lætingasömum strangtrúarmönnum þótti jaðra við skurðgoðadýrkun eins og
fyrr segir. I Móselögum eru ströng bönn við myndagerð og tilbeiðslu mynda
og hefur mörgum kristnum manni að líkum orðið það torskýrt í hverju
mynddýrkun 8. aldarinnar væri fráhrugðin þeirri skurðgoðadýrkun sem
Biblían, bæði Gt. og Nt., bannar svo afdráttarlaust. Hafi Gyðingar, sem
jafnan voru fjölmennir í stærstu borgum hins rómverska ríkis, verið lítilsmet-
inn og marklaus lýður í trúarlegu tilliti, þá gátu valdhafarnir ekki skellt
skolleyrum við þeirri gagnrýni, sem hinir múhameðsku sigurvegarar háru
fram við kirkjuna, þá spillingu sem þar hafði búið um sig að þeirra dómi
og fráhvarf frá hoðskap meistarans frá Nazaret, þeim boðskap er spámaður-
inn frá Mekka var nú kominn til að hefja til vegs á ný og fullkomna. Enda
var litið á íslam hinar fyrstu aldir af ýmsum oddvitum kirkjunnar sem
kristna villukenningu á borð við nestoringa fremur en ný trúarbrögð. Það er
því engin tilviljun að þeir keisarar 8. og 9. aldar, sem gengu fram fyrir
skjöldu við að útrýma íkónum úr kirkjum ríkisins, voru allir frá Litlu-Asíu
komnir og studdust við her úr austurhluta ríkisins. En einmitt þar voru sam-
skipti nánust við bæði Gyðinga og þá er gengið höfðu hinni sigrandi nýju
trú á liönd. Hver borgin féll af annarri í Sýrlandi, Palestínu og Egyptalandi
fyrir hinum vígreifu stríðsmönnum íslams og reyndist þá verndarmáttur
helgra íkóna ná skammt, þótt klerkar gengju með myndir af Maríu Guðs-
móður, píslarvottum og dýrlingum, að ógleymdum Kristí, konungi dóms-
dags, fram á víggarða borganna veifandi reykelsiskerjum og syngjandi hymna
og bænastef, þar sem hinir heilögu voru beðnir ásjár gegn herjum Islams.
Ýmsum getum hefur verið leitt að því, hvað ráði hafi gerðum Leós keisara
III, sem fengið hefur viðurnefnið íkónóklast, myndbrjótur, í sögunni og
annarra eftirmanna hans á valdastóli eins og Leós V. Sumir sagnfræðingar
hafa talið að gerðum þeirra hafi verið beint gegn ofurvaldi klaustranna og
árásirnar á mynddýrkunina hafi því verið yfirvarp eitt, það hafi verið vald
204