Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 12
um þyljandi ljóð. Svo var annað sem kom mér á óvart; að Heimdellingarnir
sem maður þekkti að heiman skyldu sitja þarna á öllum skrifstofum. Man effir
einu atviki því tengdu: Það var sunnudagur og við Dagur að fara í mat í matsal
rétt hjá þar sem við bjuggum. Dagur var ffekar síðhærður sem þótti ja á skjön
á þessum árum, sérstaklega þarna austurff á. Með hár niður á herðar, í gamalli
skyrtu og nokkuð rifnum gallabuxum. En einmitt þegar við erum að steðja
þarna í mat, Dagur með sín löngu skref og ég trítlandi á eftir, rennur upp að
matsalnum mikill bílafloti, þessar svörtu límosínur sem flokkurinn ók í. Nú, við
steðjum þarna áffam og inní matsalinn að seðja hungur okkar. Nema seinna
þann dag er ég kallaður fyrir skólastjórnina. Þá er allt orðið vitlaust því forseti
Komsomol, ungkommúnistasambands Sovétríkjanna, hafði verið í einum af
þessum bílum: feitur, Ijótur og lítill kall um fertugt. Hann hafði alveg tryllst við
að sjá þennan síðhærða mann; hvað væri eiginlega að koma fyrir stofnunina?
Ég veit reyndar ekki hvort hann hafi skipað svo fyrir að maðurinn yrði sendur
úr landi þá þegar, en þeir voru aðeins búnir að kynnast Degi og vissu að hann
var ekki auðveldur viðskiptis. Þannig að það var farið hljóðlega að mér og spurt,
hvort ég gæti komið því fyrir að hann myndi láta klippa sig. En það vildi svo vel
til að eitthvað var farið að hlýna í veðri, svo mikið að Dagur skrapp til rakarans
tveimur dögum síðar og — lét krúnuraka sig. Enda gjarn á að fara ffá A til Ö.
Þeim þótti maðurinn svolítið stórskorinn ...
Ég var mikið að fjarlægjast leikbókmenntir á árunum kringum Moskvudvöl-
ina. Dagur hefur eflaust haft sín áhrif en annars er maður að hverfa burt ffá
þeim. Stóð reyndar til að ég settist í kvikmyndaskóla þarna útí Sovét, en má
kannski segja að ákveðin handvömm í kerfinu hafi komið í veg fyrir það. Sá
skriffinnur sem átti að sjá um þau mál lenti á fyfleríi í þrjá mánuði með þeim
afleiðingum að umsóknin týndist. Þegar hún kom loksins í leitirnar hafði allt
fyllst af Víetnömum sem flykktust til Sovétríkjanna þannig að ég komst ekki í
skólann. Víetnamstríðið hafði því bein persónuleg áhrif á mig og forðaði
íslenskum kvikmyndum ffá því að ég væri að væflast í kringum þær.
Þannig ab þú kemur bara heim.
Já, en stoppa ekki lengi við. Menntamálaráðuneytið auglýsti styrk til náms í
pólsku í Póllandi. Ég sóttu um hann, vildi bara komast burt, hvað sem það
kostaði, hvert sem var. Ég hefði þessvegna farið til Antarktíku. Ég fékk
styrkinn og var tvö ár í Póllandi.
Og ert að læra pólsku.
Já eitthvað, en mest bara að lifa.
10
TMM 1995:3