Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 24
skreytti mikinn fjölda námsbóka aukþeirra fjölmörgu barnabóka sem hann vann fyrir frjálsan markað. Um langt skeið voru myndir hans svo ríkjandi á hinum örsmáa íslenska bókamarkaði að segja má að hann hafi átt drýgstan þátt í að móta myndsmekk tveggja kynslóða. Það er einmitt smæð og einangrun hins íslenska bókamarkaðar sem hefur staðið þróun íslenskra myndskreytinga fyrir þrifum. Einstaka afkastamiklir listamenn hafa mótað skoðanir manna um hvernig myndir fyrir börn eigi að vera, en skort hefur á fjölbreytni í stíl og tækni. Lítið hefur verið hugað að því að gæta samræmis milli stíls og blæbrigða í myndunum og þeim texta sem þær eiga að fylgja. Við þetta bætast svo áhrif fjölþjóðaprentsins sem fór að flæða inn á íslenskan bókamarkað fyrir um það bil tuttugu árum og nú á síðustu árum samkeppnin við myndmiðlana. íslensk forlög reyna að hafa myndskreyttar bækur litskrúðugri og auðugri að myndum en fyrr, en hafa ekki að sama skapi sinnt um gæði myndanna. Útgefendur eru meðvitaðir um mikilvægi mynda í bókinni sem söluvöru, en ennþá skortir á skilning á stöðu myndanna í bókinni sem listaverki. Þegar lagt er í mikinn kostnað vegna myndskreytinga á litlum markaði er bókaútgefendum að vísu nokkur vorkunn þegar þeir treysta sér ekki í neina tilraunastarfsemi og halda sig innan hefðbundinna ramma. Þeim hefur ekki enn skilist til fulls að til að hafa betur í baráttunni um tíma og athygli barnsins þarf bókin einfaldlega að vera betri á allan hátt en teiknimyndin í sjónvarpinu, líka hvað varðar myndirnar. Því myndin í bókinni hverfur ekki eftir andartak, hún er þarna ennþá næst þegar bókin er opnuð — og hver veit, ef til vill verður enn hægt að kalla hana fram í hugann eftir áratugi. Bókaþjóð eða textaþjóð? Fyrir tveimur eða þremur árum var staddur hér á landi prófessor í barna- bókmenntum við háskóla í Kanada. Hann vissi allt um heimsmet okkar í bókaútgáfu, almennt læsi og allt það sem við erum gjörn á að stæra okkur af við útlendinga. En sú spurning sem honum var efst í huga eftir að hafa flett úrvali af barnabókum síðustu ára var: Hvers vegna eru myndskreytingar ekki betri en þetta hjá þessari miklu bókaþjóð? Ég reyndi að svara með einhverju af því sem ég hef fjallað um hér að framan; vöntun á sterkri myndlistarhefð, litlum og íhaldssömum markaði og svo framvegis. Ef til vill þætti fslendingum myndir í barnabókum ekki skipta svo ýkja miklu máli, þær væru hálfgerður glassúr á kökunni, gætu jafnvel verið of frekar á athygli barnsins á kostnað textans. Líklega á enn eftir að líða nokkur tími þar til við lítum á myndskreytingar 22 TMM 1995:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.