Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 40
Þær Herdís og Steinunn kunnu hvor um sig fleiri ævintýri en nokkur hinna sagnakvennanna sem hljóðritað var eftir á þessu tímabili, en auðvitað voru allmörg ævintýranna hljóðrituð eftir fleiri en einni þeirra. Flestar kunnu Búkollu, en þar næst kom sagan Ása, Sigtiý ogHelga (sem sóttu eldinn) og Helga karlsdóttir, einnig kölluð Kolrassa krókríðandi eða Loðinbarði Strúts- son. Af skyldum ævintýrum skulu nefnd Smjörbítill og Gullintanni, Tröpp tröllkona eða Lítill, Trítill ogfuglarnir, Fóafeykirófa (fettirófa), Þúfukerlingin, og Kiðhús. Við athugun á myndskreyttum útgáfum einstakra íslenskra æv- intýra allt frá upphafi þeirra um miðjan þriðja áratuginn og fram á þennan dag sést að ævintýrin Ása, Signý ogHelga, Búkolla og Karlsson, Lítill, Trítill og fuglarnir hafa oftast komið út einstök, en þar að auki Sagan af Helgu karlsdóttur og sagan af Gípu, stelpunni sem ekki kunni sér magamál. Öll eru þessi ævintýri stutt, söguþráðurinn einfaldur og orðalagið töluvert mótað, einkum í samtölum, og hafa því orðið mjög vinsæl hjá yngstu börnunum. Einnig voru gefín út með sama sniði ævintýrin Grámann í Garðshorni, Hlini kóngsson, Hringur kóngsson, Kisa kóngsdóttir, Líneik og Laufey, Sagan af Svanhvít karlsdóttur, Sálin hans Jóns míns, Surtla í Blálandseyjum og Velvak- andi og bræður hans, lengri og flóknari, og útilegumannaævintýrið Sigríður Eyjajjarðarsól. En heimildir um það hvaða ævintýri hafa þótt segjandi börn- um eru reyndar mjög af skornum skammti og sennilega er eina safnið frá 19. öld það sem Páll Pálsson í Árkvörn skráði á árunum 1862 og 1863-64 eftir niðursetningskerlingunni Guðríði Eyjólfsdóttur þar á bæ. Alls eru sögurnar 60 að tölu og af þeim 26 ævintýr og skemmtisögur og eru þar allir helstu flokkar ævintýra og kímnisögur að auki. Að efni til stinga þau ekki stórlega í stúf við ævintýri Herdísar Jónasdóttur svo langt sem þau ná, en munurinn verður minni en ætla mætti á ævintýrum þeirra Guðríðar og Steinunnar Þorsteinsdóttur því að Guðríður sagði Páli söguna af Lúpusi, blæskylda Kolrössu krókríðandi. Þá eru í safni Páls þrjú hispurslaus ævintýri um ástamál, en engin svipuð eru í ævintýrasafninu framangreinda frá árunum 1964-1974. Af þessu má ráða að Páll hefúr verið sæmilega kunnug- ur íslenska ævintýraheiminum eins og hann var orðinn á hans dögum þegar verið var að efha í hið mikla og mikilvæga þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar. 2 Sennilegast verður seint úr því skorið hvort meira eða minna kveður að skáldskap í íslenskum ævintýrum eða erlendum. Þessi „veröld hugarburðar/ hún er stórum víðlendari" en „reynslu ríkið“ þar sem „raun og vera . . . á heima“ svo að seilst sé í upphaf Rímna af Búa Andríðssyni og Fríði Dofra- dóttur eftir Grím Thomsen. Það sést samt af Búkollu, Kiðuvalda og Kolrössu 38 TMM 1995:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.