Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 41
krókríðandi og öðrum sögum nátengdum þjóðtrúnni og keimlíkum um viðureignir ráðagóðra barna kotkarla við heimsku og ófrýnilegu tröllin í fjöllunum að þar hafa sagnamennirnir hvergi hruggað við íslenskri náttúru heldur látið þetta „reynslu ríki“ þjóðarinnar óbreytt. En stundum virðist íslendingum hafa orðið nauðugur einn kostur að gera sem mest úr hugarburðinum, að minnsta kosti þegar þeir höfðu íslenskt landslag að uppistöðu og hið fríðasta skóglendi sem ívaf í sögusvið hæfilega ókunnuglegt áheyrendunum til að útlent efni í ævintýrunum nyti sín sem best. 1 þeim ævintýrum komu einnig fleiri við sögu svo sem kóngar og drottningar í ríki sínu og þeirra börn sem allir vissu að áttu heima erlendis og að auki er þar getið um ýmis dýr og fugla, ferleg skrímsli, tröllskessur sem tóku hinum fegurstu og fýrirmannlegustu hamskiptum þegar þær komu í mannheima og aðrar ókunnuglegar vættir auk fjölda framandi töfragripa á hverju strái. Þá forðuðust sögukarlarnir og -kerlingarnar sem mest að nefna einhver kunn lönd þar sem ævintýrakonungarnir útlendu áttu að ráða ríkjum svo að jafnvel víðförlustu menn áttu ekki auðvelt með að gagnrýna landalýsingarnar með rökum hefði þeim dottið það í hug. „Raun og vera“ eru samt nálægari í þessum kynjaævintýrum, sem sann- arlega bera nafn með meiri rentu en búast mætti við að óreyndu, og er þá fyrst að huga að ævintýrakóngunum skylduliði þeirra, ráðgjöfum og stjórn- arháttum. Einna þekktust þeirra eru stjúpusögurnar og hefjast þær oftast á því að drottningarnar deyja og kóngarnir verða óhuggandi, svo að æðsti ráðgjafmn neyðist til að bera upp við konung, eins og stendur í Sögunni af Líneik og Laufey, „þau vankvæði lýðsins að ríkisgæslan færi öll í ólestri og að hann sinnti ekki stjórnarstörfum sökum harms og trega eftir drottn- ingu sína.“ Hitt sé „konung- legra að herða upp hugann og hyggja af hörmum sínum“ en leita þess ráðs sem honum „væri sæmd og virðing í.“ Konungur tekur þessu vel og sendir ráðgjafann ásamt fríðu föruneyti þessara erindagerða en tókst það vanalega öllu verr en evrópskum konungum og öðrum höfðingj- um í álfúnni. Þeir höfðu sent menn sína í biðilsferðir um langan aldur og tekist sæmilega eins og efling þjóðríkjanna í álfunni ber gleggst vitni; sést á því að sendimennirnir hafa verið nógu glöggskygnir til að ekki þyrfti að áskilja við þá að kjósa ekki konu „í smábæjum eða úteyjum" en einmitt þessa TMM 1995:3 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.