Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 44
anna og -ríkjanna; má rekja þetta allt aftur í gráa forneskju Grikkja þegar uppi var í borginni Pisa kóngurinn Oinomaos og dóttur hans Hippodameia, afburðafögur, enda umsetin biðlum. En þar var sýnd veiði en ekki gefin því að konungur neyddi biðlana að reyna við sig í kappakstri og drap þá umsvifa- laust biðu þeir ósigur. En hetjan Pelops vann, því að Hippodameia hafði fest ást á honum og fengið ökumann föður síns, Myrtilos, til að fitla við festinguna á öðru hjólinu á vagni konungs, svo að vagninn skelltist á hliðina; fórst konugur annaðhvort þá þegar eða Pelops vildi ekki bíða hins verra og vó hann umsvifalaust. Tóku þau Pelops og Hippodameia svo við völdum. Sumir ógiftir konungar tóku hins vegar frumkvæðið og létu sig ekki muna um að leggja til orustu við feður þeirra kóngsdætra sem þeir höfðu hug á, væru þeir tregir til að fallast á ráðahaginn, og fengu þá ríkið svona í þokkabót að loknum sigri. Hinrik fimmti Englandskonungur vann hins vegar mikinn hlut hins mæra Frakkaveldis af réttbornum konungi þess og gekk svo að eiga Katrínu dóttur hans. Þá voru völd Hinriks viða í Frakklandi viðurkennd, en hann varð „erfingi Frakklands“ og ffanska konunginum leyft að halda titli sínum meðan ævin entist; minnir þetta einkennilega mikið á hið venjubundna orðatiltæki ævintýranna að tengdasonurinn eignaðist „... dóttur konungsins og hálft ríkið meðan kóngur lifði, en allt eftir hans dag.“ Þetta orðalag er ekki orðið til að ástæðulausu því að Georg ff á Monmouth greinir í Bretasögum ff á hörmulegum afdrifum Lears konungs í Wales; hafði konungur skipt ríkinu milli tengdasona sinna tveggja jafhffamt því sem hann ffeistaði að sitja áffam á valdastóli, en svo fór að tengdasynimir gerðu uppreisn og hröktu hann ffá völdum. Aðrir kóngar sáust ekki fyrir í kvennamálum. Artús hét kóngur sem stóð konu sína að hjúskaparbroti og rak hana brott. Eftir það tekur hann ríkra manna dætur til samlags sér, en drepur þær er frá leið og var af því kallaður Artús grimmi. í öðrum afbrigðum sögunnar eru það keisarasynir sem eru haldnir þessari áráttu en létu sér nægja að senda konurnar heim í foreldrahús að nokkrum tíma liðnum. Hvorki Artús né keisarasynirnir voru norrænir svo að menn gætu því freistast til að telja þessa ámælisverðu hegðun sérstak- lega suðræna. En sú mun varla vera raunin því að Hákon Hlaðajarl Sigurð- arson var víst litlu skárri, ef marka má Ólafs sögu Tryggvasonar: „En er á leið þá gerðist það mjög urn jarl að hann var ósiðugur um kvennafar. Gerðist þar svo mikið að jarl lét taka ríkra manna dætur og flytja heim til sín og lá hjá viku eða tvær, sendi heim síðan og fékk hann af því óþokka mikinn af frændum kvinnanna.“ Því var jarl hrakinn frá völdum og myrtur að lokum. Eins og oft verður gripu margir konungbornir ungir menn til ýmissa ráða til að draga kóngsdætur á tálar. Sumar sáu ekki við þeim en aðrar gengu stundum næst lífi kvennabósanna til að siða þá; var þessum kóngadætrum einmitt síst á móti skapi að ganga að eiga þá menn sem þær höfðu leikið hvað 42 TMM 1995:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.