Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 46
Sér við hlið höfðu kóngar ráðgjafa. Væru þeir nokkrir, komu þeir venju-
lega fram sem einn væri. Illgjarnir ráðgjafar hétu ævinlega Rauður og gerðu
aðalsöguhetjunum allt til miska hvenær sem tækifæri gafst. Myrtilos, ekillinn
gríski, mun vera einn hinna elstu þeirra, en skiljanlega hefur hann þóst eiga
hönk upp í bakið á kóngsdótturinni fyrir dygga þjónustu og fundist launin
minni en engin þegar hún tók Pelops fram yfir hann. í fornum norrænum
heimildum eiga þessir þokkapiltar engar slíkar málsbætur. Einna mein-
lausastur var ármaðurinn Áki í Auðunar þætti vestfirska sem torveldaði
Auðuni að hitta Svein Danakonung. Þá eru áhöld um hvor var illviljaðri,
Gissur Grýtingaliði eða Bikki. Gissur olli með ósáttfysi sinni mannskæðri
orustu Gota og Húna, en um hana er hið ævaforna Eddukvæði Hlöðskviða.
Bikki ráðgjafi gaf Jörmunreki Gotakonungi þau ráð að Randvér, sonur
konungs, gengi að eiga Svanhildi, dóttur Sigurðar Fáfhisbana, sem Randvér
hafði beðið til handa föður sínum. Þá sagði Bikki þetta konungi sem lét
hengja son sinn en troða Svanhvíti hestafótum til bana. Sýnilega hefur
heimildarmönnum höfundar Oddverja annáls ekki þótt þetta nógu sögulegt
því að í annálnum stendur að Bikki „sagði kongi að son hans Bróðir mundi
fífla drottning Svanhildi, stjúpmóður sína“ og „dæmdi að hann skyldi
hengja.“ Svo fór þó samt að aftakan mistókst. Trúlegt er að fyrirmynd þessara
fúlmenna allra hafi verið sjálfur Óðinn, en eitt heita hans var Bölverkur, sá
sem veldur böli. Rauður og Óðinn voru ekki einungis líkir að skapferli heldur
einnig að útliti því að Óðinn var stundum talinn rauðbirkinn eins og Kölski
sjálfur. Veturvistarmenn kónga voru heldur ekki barnanna bestir.
Margir aðrir vildarmenn konunga og þeirra barna koma einnig fyrir í
ævintýrunum, allajafna ótignir eins og veturvistarmennirnir, en reyndust
ævinlega hinir úrræðabestu og tryggustu; var karlmönnunum launað með
mannaforráðum og góðu kvonfangi en konum með góðri giftingu. I Sögunni
af miðþurrkumanninum er greint frá fóstra kóngsdóttur sem fékk því ráðið
að konungur gift i hana nágrannakonunginum til að forða frekari bardögum
við biðilinn smáða. Þessum kóngsdótturfóstra svipar að nokkru til Rögn-
valds jarl í Vestra-Gautlandi sem tókst að þröngva Ólafi Svíakonungi með
tilstyrk fóstra síns, Þorgnýs Þorgnýssonar lögmanns á Tíundalandi, og
bændamúgsins alls að játa því á Uppsalaþingi að Ingigerður dóttir Svíakon-
ungs skyldi gift Ólafi Haraldssyni Noregskonungi, og koma á með því friði
milli landanna. Úr þessu varð að Ástríður, systir Ingigerðar, giftist Ólafi
Noregskonungi, en friðurinn hélst allt að einu.
En ævintýrin eru ekki eingöngu um kóng og drottningu í ríki sínu heldur
einnig um karl og kerlingu í koti sínu — og skyldulið hvorratveggja. Sam-
skipti hinna tignu og ótignu voru náin, sem von var, því að ekki var lengra
á milli konungshallanna og kotanna en íslensku höfuðbólanna og hjáleign-
44
TMM 1995:3