Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 46
Sér við hlið höfðu kóngar ráðgjafa. Væru þeir nokkrir, komu þeir venju- lega fram sem einn væri. Illgjarnir ráðgjafar hétu ævinlega Rauður og gerðu aðalsöguhetjunum allt til miska hvenær sem tækifæri gafst. Myrtilos, ekillinn gríski, mun vera einn hinna elstu þeirra, en skiljanlega hefur hann þóst eiga hönk upp í bakið á kóngsdótturinni fyrir dygga þjónustu og fundist launin minni en engin þegar hún tók Pelops fram yfir hann. í fornum norrænum heimildum eiga þessir þokkapiltar engar slíkar málsbætur. Einna mein- lausastur var ármaðurinn Áki í Auðunar þætti vestfirska sem torveldaði Auðuni að hitta Svein Danakonung. Þá eru áhöld um hvor var illviljaðri, Gissur Grýtingaliði eða Bikki. Gissur olli með ósáttfysi sinni mannskæðri orustu Gota og Húna, en um hana er hið ævaforna Eddukvæði Hlöðskviða. Bikki ráðgjafi gaf Jörmunreki Gotakonungi þau ráð að Randvér, sonur konungs, gengi að eiga Svanhildi, dóttur Sigurðar Fáfhisbana, sem Randvér hafði beðið til handa föður sínum. Þá sagði Bikki þetta konungi sem lét hengja son sinn en troða Svanhvíti hestafótum til bana. Sýnilega hefur heimildarmönnum höfundar Oddverja annáls ekki þótt þetta nógu sögulegt því að í annálnum stendur að Bikki „sagði kongi að son hans Bróðir mundi fífla drottning Svanhildi, stjúpmóður sína“ og „dæmdi að hann skyldi hengja.“ Svo fór þó samt að aftakan mistókst. Trúlegt er að fyrirmynd þessara fúlmenna allra hafi verið sjálfur Óðinn, en eitt heita hans var Bölverkur, sá sem veldur böli. Rauður og Óðinn voru ekki einungis líkir að skapferli heldur einnig að útliti því að Óðinn var stundum talinn rauðbirkinn eins og Kölski sjálfur. Veturvistarmenn kónga voru heldur ekki barnanna bestir. Margir aðrir vildarmenn konunga og þeirra barna koma einnig fyrir í ævintýrunum, allajafna ótignir eins og veturvistarmennirnir, en reyndust ævinlega hinir úrræðabestu og tryggustu; var karlmönnunum launað með mannaforráðum og góðu kvonfangi en konum með góðri giftingu. I Sögunni af miðþurrkumanninum er greint frá fóstra kóngsdóttur sem fékk því ráðið að konungur gift i hana nágrannakonunginum til að forða frekari bardögum við biðilinn smáða. Þessum kóngsdótturfóstra svipar að nokkru til Rögn- valds jarl í Vestra-Gautlandi sem tókst að þröngva Ólafi Svíakonungi með tilstyrk fóstra síns, Þorgnýs Þorgnýssonar lögmanns á Tíundalandi, og bændamúgsins alls að játa því á Uppsalaþingi að Ingigerður dóttir Svíakon- ungs skyldi gift Ólafi Haraldssyni Noregskonungi, og koma á með því friði milli landanna. Úr þessu varð að Ástríður, systir Ingigerðar, giftist Ólafi Noregskonungi, en friðurinn hélst allt að einu. En ævintýrin eru ekki eingöngu um kóng og drottningu í ríki sínu heldur einnig um karl og kerlingu í koti sínu — og skyldulið hvorratveggja. Sam- skipti hinna tignu og ótignu voru náin, sem von var, því að ekki var lengra á milli konungshallanna og kotanna en íslensku höfuðbólanna og hjáleign- 44 TMM 1995:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.