Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 55
ishlaðnar: svörtu andarnir, ríku mennirnir, mikið á móti Rússum. Áður hafði hann skýrt út fyrir lillu Heggu að viðtakendurnir væru menn sem „ekki eru vel góðir“ og ekki „ vel heilbrigðir á sálinni“.4 Talað er um að mennirnir verði „óskaplega hræddir, og fólkið, sem trúir þeim, verður líka óskaplega hrætt“ (skáletr. ÓGK). Orðalag er öðruvísi en búast mætti við í venjulegri pólitískri grein, talað um að „gera stríð“, ekki heyja stríð eða fara í stríð. Þá má benda á upptalninguna á vígtólum sem hrædda fólkið fer að smíða. Þórbergur býr líka til ímyndaða ræðu eða röksemdafærslu fólksins sem óttast Rússa, þar sem það óskar þess að „vatnssprengjan“ komi og að betra sé að sprengja heiminn í loft upp en lúta í lægra haldi fyrir kommúnistum, sem sagðir eru ætla að „eyðileggja lýðræðið og frelsi þjóðanna“ (skáletr. ÓGK). Ekki er sagt „grafa undan lýðræðinu og hneppa þjóðirnar í fjötra“, heldur hið fremur barnalega eyðileggja, sem börn nota í tíma og ótíma og á að sýna handahófskennda og „grófa“ notkun þeirra á orðum áður en þau eru farin að leggja sig sérstaklega eftir nákvæmari merkingu eða blæbrigðum í merkingu orðanna. Ef til vill eru það atriði af þessu tagi sem Þór- bergur er að vísa til þegar hann talar um þessa „barna- legu pappírssnepla" í upp- hafi bókarinnar. I bókinni koma fyrir heilu kaflarnir þar sem Þórbergur býr til frásögur og samræður í anda þess sem hér hefur verið lýst. Eftirminnilegust er lýsingin á væntanlegri galdramennsku lillu Heggu sem hefst á bls. 206 og tekur yfir heilar 13 blaðsíður. Þetta er löng frásögn og koma fyrir margar „stereótýpur“ úr þjóðlífinu, fyrir utan vini lillu Heggu: krakki sem fer í katólsku kirkjuna á hverjum sunnudegi, kona ofan af Hávallagötu, karl vestan úr Kamp Ox, kona ofan úr Skol-lavörðuholti, maður úr fíladelfíu- söfnuðinum, ungur og laglegur maður með próf í atómsprengjunni úr háskóla í Ameríku o.s.frv. Úr þessu spinnst hálfgerð langavitleysa þar sem Þórbergur hendir gaman að ýmsum hreyfingum og viðhorfum sem áber- andi voru á kaldastríðsárunum á íslandi. Hér má enn sjá endurtekningar og tuggur sem svo mjög gefa bókinni svip, persónur eru ávallt kynntar með allri einkennisorðasúpunni: TMM 1995:3 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.