Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 57
Heggu, nýir lærdóms- og skilningsáfangar byggjast á undangengnu starfi. Heimsmynd stúlkunnar verður íyllri og flóknari, púslinu hefur rétt verið komið saman þegar það er brotið upp og því deilt niður í fleiri og smærri bita sem vandasamara er að koma saman. Lesandinn fær að fylgjast með því hvernig lilla Hegga vígist inn í samfélag hinna fullorðnu, hvernig hún glatar hreinleika sálarinnar, verður æ ólíkari honum Gvuði og lærir að fara með ósannindi og blekkingar. En hún öðlast ekki bara einhverja vitneskju og almennt kristilegt siðferði. Það sem ræður ferðinni er hugarheimur Þór- bergs, markmiðið er að hún verði fullnuma í þórbergskri lífsspeki. Sálmurinn hefur tvíþætt eðli. Víða segir Þórbergur litlu manneskjunni dæmisögur, eins og þá er hér fer á effir. „Ég þekkti mann, sem var kennari, og hann var sæmilega góður kennari. En þegar hann var búinn að vera nokkur ár kennari, þá vildi hann ekki lengur gera þetta, sem hann gat vel gert. Og hvað heldurðu hann hafi viljað fara að gera?“ „Ég veit það ekki,“ svarar litla manneskjan. „Það er ekki von þú vitir það. Það er svo ónáttúrlegt. Hann langaði til að ráða yfir fólkinu, og til þess að geta það vildi hann verða ráðherra. Og hann varð ráðherra. En hann var ekki nógu vitur maður og ekki nógu góður maður og ekki nógu sterkur maður til þess að vera góður ráðherra. Hann var vondur ráð- herra.“6 Dæmisagan er meira en dæmisaga. Hér kemur Þórbergur á framfæri áliti sínu á íslenskum stjórnmálamanni og hafa eldri lesendur bókarinnar eflaust skemmt sér við að geta upp á við hvern höfundur átti. Þetta tvíþætta gildi frásagnarinnar eykur með henni spennu, því að þótt Sobbeggi aft lesi stúlkunni pistilinn saklaus í framan eins og nýfæddur kálfur og láti sem hann viti ekki af tilvist hinna eldri og þroskaðri lesenda, hlýtur hann að vera sér meðvitaður um að þeir lesa textann líka og hafa væntanlega eitthvað um hann að segja. Sálmurinn er skemmtilegur aldarspegill, þar birtast víða viðhorf Sovét- vinarins á þeim árum er kalda stríðið var í algleymingi. Á þessum tíma geisuðu einnig deilur um svokallaðan atómkveðskap og fá „skáldin" líka að finna fyrir viðhorfum gamla mannsins til stöðu nútímaljóðsins: „Egga la... horfði og mændi með opnan munninn í djúpri dul og spurn, eins og skáldin myndu segja.“7 „ . . . og disurnar horfðu upp á litlu manneskjuna óræðu augnaráði, eins og skáldin segja.“8 „ . . . nú horfði Sobbeggi afi þýðingar- mikla horfu, eins og skáldin segja“.9 Ekki verður séð að stígandi sé í Sálminum. Frekar mætti lýsa verkinu sem TMM 1995:3 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.