Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 61
vilja á hinn bóginn lesa sögur um bæði kyn og þó einkum sambandið milli kynjanna. Bæði kynin hafa eftir þessu að dæma þörf fyrir að sýna styrk sinn gagnvart karlmönnum. Hetjur strákabóka sýna hann á virkan hátt — og vinsæl týpa er kolbíturinn og veimiltítan sem ekkert getur í fyrstu en vinnur afrek að lokum. Kvenhetjur ástarsagna eru oft óvirkir þolendur aðstæðna og verka annarra, en það reynist oftar en ekki einmitt vera styrkur þeirra. Þær bjóða sig ekki fram til ásta heldur eru þær hógværar og siðugar og laða karlhetjuna að sér með því. Merkilegt rannsóknarefni er hvað áherslan er lögð á ólíka eðlisþætti kvenpersóna í sögum fyrir karla og konur (annars vegar eru aðlaðandi konur djarfar og lostafullar, hins vegar feimnar mýs), en það er önnur saga. I ástarsögum handa unglingsstúlkum er mikið lagt upp úr að orða tilfinn- ingar og kenndir sögupersóna nákvæmlega: ást þeirra og þrá, blíðu, um- hyggju, samúð, hlýju, vonir vegna annarra. I bókum handa unglingsstrákum er tilfinningalífiðharkalega ritskoðað og eingöngu leyft dálítið úrval kennda sem sæma karlmönnum: reiði, hatur, ótti við dauðann, ótti við auðmýkingu — og auðvitað girnd. Ástin skiptir miklu minna máli í strákabókum en samkeppni milli karl- manna; líkaminn er meira virði en sálin. Metnaðarmunur milli kynja er sá að strákar vilja sigra keppinautinn, stúlkur vilja öðlast og veita ást. Stelpustrákabók Hvernig skyldu bækur Þorgríms Þráinssonar falla inn í þetta munstur? Fyrstu þrjár bækur hans, Meðfiðritig í tánum (1989), Tár, bros og takkaskór (1990) og Mitt er þitt (1991), fjalla um sömu söguhetjur. í sögumiðju er strákurinn Kiddi en við hlið hans eru vinirnir Tryggvi og Skapti. Allir eru 13-14 ára á sögutíma, vænir og vel upp aldir en fullkomlega eðlilegir millistéttarstrákar. Andstæðingar þeirra eru annarrar gerðar, montnir, stríðnir og svolalegir í fasi og orði. Kiddi og Tryggvi eru áhugamenn um fótbolta, Skapti er gáfaðri en þeir, yrkir ljóð og stundar nám í ballett. Þegar strákarnir komast að því velta þeir fyrir sér hvort Skapti sé hommi: „Hommi? Af hverju ætti hann að vera hommi?“ spurði Kiddi forviða. „Venjulegir strákar eru ekki í ballett.“ „En eru hommar í ballett? spurði Kiddi /.../ „Það veit ég ekkert um,“ svaraði Tryggvi /.../ {Tár, 14) TMM 1995:3 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.