Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 64
Sóley er ekki aðeins fögur, hún er líka yíirmáta kvenleg og hefur fáránlega
lítið vit á knattspyrnu: „Sóley hlakkaði mikið til þess að horfa á Kidda í
fótbolta þótt hún þekkti vart muninn á marki og bolta.“ (69) Andstæða
hennar er nafnlausa íþróttastúlkan, „stór og stæðileg stelpa“, sem sigrar
Kidda í glímu á sveitamótinu. Lýsingin á því er auðmýkjandi (67):
Stelpan lét Kidda sprikla dálitla stund á gólfinu en skyndilega
leiddist henni þófið. Hún þröngvaði pervisnum líkama Kidda upp
að sínum, lyfti honum upp og felldi hann á snöggum mjaðmar-
hnykk. Kiddi reyndi að halda dauðahaldi í beltið á stelpunni en
skyndilega sá hann beint upp í heiðan himininn og fann hvernig
hann hlunkaðist niður á pallinn með stelpuna ofan á sér.
Fyrir þetta verður hann enn að athlægi hjá strákunum, en Sóley finnur ráð
til að hugga hann: „Já, hún er algjör tröllskessa. Það segja margir að foreldrar
hennar búi í klettunum fyrir neðan Búðir og að hún borði hænsni í morg-
unmat og kindur í heilu lagi í kvöldmat.“ (69) Stúlka sem lætur stráka kenna
aflsmunar skal ekki vera kona heldur tröll.
Fyrir utan fegurð og kvenleika hefur
Sóley til að bera einn kost sem gjarnan
prýðir kvenfólk í bókum Þorgríms og
ástarsögum yfirleitt: Hún er siðferðislega
ábyrg. Þó að strákarnir séu prúðir hafa
þeir ekki sama móralska þroska og stelp-
urnar: „Ég veit að strákar gera alltaf eitt-
hvað skrýtið,“ segir Sóley þegar þau
skötuhjúin hittast eftir misheppnaðan
dansleik í sveitinni, „en mér finnst það hallærislegt að kenna öðrum um að
maður skuli drekka. Maður ræður því alveg sjálfur.“ Eftir þessa ádrepu segir
að Kidda finnist Sóley falleg þegar hún er „svona dálítið reið á svipinn"
(98-99).
Siðferðisþroski stúlkna kemur líka fram í orðum Lindu, stóru systur
Kidda, þegar hann spyr hana hvort hún hafi sofið hjá Hemma vini sínum:
„Nei, litli minn, ég læt ekki töffara eins og Hemma komast upp með neitt
káf.“ (23)
Strákar taka líka mark á stelpum hjá Þorgrími. „Stelpur vilja að strákar
séu skemmtilegir en ekki einhverjir leiðindapúkar sem reykja og drekka.
Allavega segir stelpan, sem ég er með, það. Vinkonur hennar segjast allar vera
hrifnar af strákum sem eru í íþróttum og eru fjörugir," segir Tryggvi vinur
Kidda og bætir spekingslega við: „Reyndu samt ekki að leika einhverja hetju
62
TMM 1995:3