Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 65
eða apa eftir leikurum í bíómyndum. Vertu bara þú sjálfur, hress og fyndinn.“
(115)
Eftir allar æfíngarnar í fjósinu og úti á túni og þessar skynsamlegu
ráðleggingar Tryggva fer ekki hjá því að allir (eða ætti ég að segja ,,báðir“?)
draumar Kidda rætist í bókarlok. Hann hefur verið auðmýktur af tröllskessu
og gert sjálfsmark þegar mikið lá við, en að lokum er það einmitt hann,
kominn aftur til byggða, sem gerir sigurmark í úrslitaleik haustmótsins,
skallar boltann í mark á síðustu mínútu, og það þó að hann sé með opinn
skurð á enninu: „Boltinn lenti beint á skurðinum en ánægjan yfir markinu
var sársaukanum yfirsterkari.“ (139) Lýsingin á líðan hans kallast á við
lýsinguna í draumnum í upphafi: „Kiddi fann skrýtna strauma fara um
líkamann og honum hafði aldrei liðið eins vel á ævinni. Hann vissi að hann
var hetja leiksins því flestir hópuðust í kringum hann og óskuðu honum til
hamingju.“ (139) Munurinn er sá að þetta er varanleg tilfinning, hverfur ekki
þegar mamma æpir á hann til að vekja hann í skólann eins og í fýrra skiptið.
Sigurlaunin eru þó effir. Kiddi kemur seinastur út úr búningsklefanum
eftir leikinn, og þar bíður Sóley. Hún fær að snerta særða augabrúnina og
spyr svo hvað hann ætli að gera um kvöldið:
„En hvað með strákinn sem ... ?“
Kiddi fékk ekki að klára setninguna því Sóley greip fram í fýrir
honum. „Hvaða strák? Það er enginn annar strákur." (140)
Á þeim orðum endar sagan og lesendur af báðum kynjum mega vel við una:
Strákarnir hafa sigrað keppinautana, stelpurnar hafa sigrað sætasta strákinn
á svæðinu.
Nýir draumar
Strax í fyrstu bók flokksins rætast sem sagt allir draumar söguhetjunnar! Þeir
eru svo endurteknir í næstu bók og rætast þar eiginlega af sjálfu sér, en líka
bætast þar við nýir draumar.
Tár, bros og takkaskór heldur beint áfram þar sem frá var horfið. Skólinn
byrjar eftir sumarið í sveitinni, Kiddi og Tryggvi komast í 3. flokk í fótbolta
og í skólaliðið og kynnast Skapta. En í kvennamálum fer Kiddi aftur á
byrjunarreit því Sóley flyst norður á Akureyri og er löt að svara bréfum hans.
Þá vaknar áhugi hans á Agnesi sem er ný í bekknum, „hress og lífsglöð stúlka
sem átti auðvelt með að kynnast bekkjarfélögum sínum. /.../ Agnes var með
brúnt, frekar stuttklippt hár og Kiddi var mjög hrifinn af því hvað hún var
alltaf smart klædd.“ (16)
TMM 1995:3
63