Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 69
Kjánalega gróf og bláþráðótt verður sagan þegar kemur að viðskiptum
vinanna þriggja og Sóleyjar við vonda manninn í sögunni — karlmanninn
sem þau þurfa að sigra. Hann heitir Þorsteinn og er lítið eitt eldri en þau.
Hann er með stúlkunni Hildi sem ekki hefur komið við sögu áður en Tryggvi
reynist þó hafa verið spenntur fyrir um hríð. Hún er falleg og góð en undir
hælnum á Þorsteini, sem er bæði ljótur og andstyggilegur. Hann fær hana til
að halda Tryggva uppi á snakki meðan hann stelur seðlaveskjum kennara á
kennarastofunni sem hann plantar síðan í fórur Tryggva til að ná sér niðri á
honum fyrir atvik í fótboltaleik. í hefndarskyni laumast vinirnir heim til
Þorsteins og fylla nærbuxurnar hans af fjarstýrðum rafmagnsskífum (?), sem
Skapti útvegar auðvitað. Svo er Sóley látin lokka Þorstein til að játa brot sitt
inn á falið segulband, og straumi hleypt á nærbuxurnar þegar piltur gerist
ástleitinn:
Þorsteinn settist varlega í sófann og fikraði sig í rólegheitum nær
Sóleyju. Tryggvi fylgdist með öllu í gegnum skráargatið og hann
gaf Skapta merki þegar Þorsteinn var kominn hættulega nálægt
Sóleyju. Skapti setti styrkinn í botn og ýtti svo á takkann. Það var
eins og við manninn mælt — Þorsteinn flaug upp í loftið eins og
vel þjálfaður en hreyfihamlaður hástökkvari /.../
Þegar Þorsteinn var næstum sviðnaður á rassinum eftir þriðja
stuðið spurði hann vandræðalega hvar klósettið væri /. . ./ Þor-
steinn gerði nákvæmlega það sem strákarnir bjuggust við, fór úr
buxunum og grandskoðaði nærbuxurnar. /. . ./ „Alveg sjúklegt!“
sagði Tryggvi himinlifandi því nú gat hann sannað sakleysi sitt með
segulbandsspólu og átti auk þess mynd af Þorsteini berrössuðum
á vídeóspólu /.../ Ekki var hláturinn lágværari þegar þau skoðuðu
vídeóupptökuna af Þorsteini þar sem hann stóð, nakinn fýrir
neðan mitti, á miðju baðherbergisgólfinu og grandskoðaði nær-
buxurnar sínar. (135-7)
Stuttur fótboltafrægðardraumur rætist seint í þessari síðustu bók. Kiddi er,
sér til vonbrigða, ekki valinn í liðið sem á að keppa við Wales en er kallaður
inn á völlinn á síðustu stundu og leggur upp til eina marksins sem ísland
skorar. Og það er ekki að sökum að spyrja: „Kiddi fann hvernig sælustraumur
hríslaðist um líkamann. Hann vissi að hann var ein af hetjum íslenska liðsins
og leið eins og í dásamlegum draumi." (157) í bókarlok er hann „löngu
búinn að ákveða að fórna öllu, sem til þurfti, tO þess að ná frama á vellinum.“
(169)
I bókarlok er hann líka að því er virðist búinn að finna lífsförunautinn
þótt ekki sé hann orðinn fimmtán ára:
TMM 1995:3
67